Enn fleiri sögur frá Sardeníu

Ég á vinkonu á Sardeníu sem er gift aðeins eldri manni eða já miklu eldri manni.  Hann fékk hjartaáfall og var honum gert að létta sig um 10 kg. og lifa sómasamlegu lífi, ekki kaffi, ekki vín og ekki sígarettur.  Fyrir ítala af bestu gerð er það óhugsandi með öllu þar sem þeir lifa fyrir góðan mat, kaffi, vín og sígarettur.

Eiginkonan tók það nú á sig að halda í uppskriftir frá lækninum sem töldu 450 gr. af léttu fuglakjöti í viku hámark og hélt hún það nú ekki vera vandamál.  Hófst hún handa við að útbúa mat fyrir vikuna og var samviskusöm með alla rétti, fiskur 3svar í viku, grænmeti og svo fuglakjöt. Skipti út ís fyrir veganís og gerði allskonar breytingar.

Eitthvað hafði hún misskilið grömmin og gaf manni sínum 450 grömm af kjöti í hvert mál og þegar hann kom eftir 4 vikur til læknis aftur hafði hann bætt á sig 6 kg. við mjög litla hrifningu læknisins.  Hann sagðist nú halda að hann hafi fylgt öllum hans fyrirmælum í hvívetna og leit á konu sína til að fá hennar samþykki.   Hún sagði þá ég kaupi 1 kg. af kjúkling á mánudögum og skipti honum í tvennt og hann fær hálfan og aftur síðan hinn helminginn síðar i vikunni. 100 gr. sem eftir eru gef ég hundinum sagði hún hróðug.  Læknirinn sagði henni að hámark 450 gr. á viku hefði verið hans fyrirskipun.  Maðurinn hennar á erfitt með andardrátt og getur ekki hneppt skyrtunni sinni en treystir frúnni í blindni að redda þessu. Hann heldur sig þó við bjór zero (alkóhólfrían) og koffínlaust kaffi enda hún með þetta allt á hreinu eiginkonan.

Elska þessar sardenísku konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband