Færsluflokkur: Íþróttir

Er hættulegt í ræktinni?

Já það getur verið það, alla vega í mínu tilfelli, en sá voveiflegi atburður átti sér stað í dag í ræktinni minni að ég féll við fót á hlaupabretti, sem ég hélt reyndar að væri bara lélegur brandari, en í mínu tilfelli gerðist þetta með eftirfarnandi hætti:
Það voru örfáir í ræktinni sem betur fer, en ég kom labbandi að bretti við hliðina á konugreyi sem var hin rólegasta að labba, ég steig uppá brettið og viti menn, einhver hafði væntanlega skilið það eftir á pásu,(Takk fyrir það sá sem það gerði) svo það fór af stað og ég datt á hnén, uppá brettið og ætlaði að reyna að forða mér frá athylgi svo ég datt nettlega ( lesist hlunkaðist) útá næsta bretti, jú einmitt brettið sem konan var á og þar sem maður er ekkert fis þá stöðvaðist brettið hennar, hún stökkk eins og körfuboltamaður yfir mig og bjargaði sér frá falli, kom algerlega ósködduð út úr þessu, en ég er hins vegar líklega brotin á vísifingri annarrar handar og marin á tám og hnjám.

Mæti á morgun samt sem áður, en þá hugsanlega í frauðplasti, með hjálm og markmannshanska í öryggisneti til að vera viss....en hreyfing er góð, þarf bara að velja rétta tegund!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband