Maturinn í Miscolc

Hérna í Miscolc er að mestu leyti mjög góður matur og eru þeir með mikið úrval af andakjöti, kjúklingum og þessu hefðbundna lamba, svína og nautakjöti.  Hins vegar bera þeir þetta fram með öðrum hætti en við eigum að venjast svona almennt í evrópu og minnir að hluta til margt um Kína alla vega þegar kemur að pizzum með gorgonzola og svo kannski smá sætri glassúrssósu sem þeir í Kína voru svo hrifnir af.  Alla vega þá fórum við á stað sem er þekktur fyrir steikur og endur og fengum við okkur öll þrjú endur.  

Ég fékk mér andabringur en ungu hjónin fengu sér andalæri.  Dóttirinn fékk sitt læri á Mc and cheese beði með chilibútum alltof sterkt og eiginlega ekki alveg það meðlæti sem við eigum að venjast með önd.  Tengdasonurinn fékk sitt læri á kúskús með chili og já þeir eru hrifnir af sterku chili.  Ég fékk bringuna í súpuskál með fljótandi uppstúf og kartöflum á víð og dreif þar ofaní, með spínati, brie og steiktum pulsulauk. já bringan var ok en hitt ekki.  Með þessu var hægt að fá 30 vatnstegundir, 40 bjórtegundir, ódrekkandi rauðvín eða rósavín, nú eða sem ég endaði á enda oftast óbrigðult hérna "Spritz" en þegar það loksins kom var ekkert freyðandi við það, það var flatara en Danmörk og gott ef það var ekki aðeins notað bara, alla vega fannst mér rörið vera farið að mýkjast verulega og þeir hafa væntanlega sett Aperol spritz og dass af flötu vanti, hent útí notaðri appelsínu og já látið þetta standa góðan tíma á borði miðað við bragðið alla vega.  Ég held mér við Cherry kók héðan í frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband