Sardenía með mínum augum

Sardenía er eins og ég hef áður líst alger paradís, allt á sínum rólyndishraða. Konur og menn fara á markaðinn og kaupa sína daglegu melónu en Sardar borða gjarnan ávexti eftir allar máltíðir. Þeir eru nú ekki að flækja málin neitt sérstaklega og finna lausnir við öllu. Hef aldrei séð lausnamiðaðri fólk en þarna.  Vinur tengdasonar míns er einstaklega skemmtilegur gaur og smá vesenisti. Þ.e. hann er frekar mikið fyrir sopann og breytir þá ekki miklu hvort hann er keyrandi á bíl eða traktor á stærð við fragtskip þegar hann fær sér í tánna.   Hann ræktar maís og er ötull í vinnu og er eiginlega bara stórbóndi.  Eitt sinn var hann á "barnum" og já ekki misskilja að það sé bara einn bar í bænum, nei það er bara einn bar sem þeir félagar mæta á annað er óhugsandi. Þetta er eitt af sérvisku þeirra og óhugsandi að mæta á barinn handan götu heimilisins. Það er bara ekki þeirra bar.  Hann var sem sagt á barnum að fá sér bjór og hafði lagt traktornum fyrir framan útkeyrsluna hjá lögreglustöðinni.  Það komu 2 löggur inná barinn og gengu að honum og báðu hann að færa tækið. Allir þekkja alla í bænum og jú hann tók með sér bjórinn bað aðra lögguna að halda á honum meðan hann færði tækið.  Hann lagði traktornum svo bara ólöglega annarsstaðar meðan löggan geymdi bjórinn hans og svo kom hann bara smá pirraður á þessu veseni.

Sardar eru úrræðagóðir með eindæmum og þessi sami strákur fékk sér vinnu á tímabili þegar uppskeran brást og þeir voru 2 félagar sem sóttu um á einhverjum lúxusveitingastað og þar þurftu þeir að klæðast fatnaði frá staðnum.  Það var þó einn galli á gjöf Njarðar að þeir þurftu að kaupa fatnaðinn frá skóm uppí skyrtu.  Þeir fundu nú samt slatta af fötum og skóm í hrúgu á staðnum eftir fyrrum starfsmenn og tóku þau bara í notkun.  Gallinn var hins vega sá að skórnir voru 2 númerum of litlir þannig að hann gekk um salinn eins og Geisha og vinur hans var í svo síðum buxum að hann var alltaf að detta.  Hann var rekinn þegar hann datt á fína frú með súpu en hinn vann í 8 mánuði í þessum litlu skóm og ég er ekki frá því að hann minni á Geishu þegar hann labbar.

Elska þessa Sardeníubúa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Sardar eru yndi og eyjan falleg.  Sakna thess ad hafa ekki komist en ég er búin ad boka mida og bord fyrir naesta árid!  

www.zordis.com, 23.7.2021 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband