Gamlárskvöld síðustu ára.

Enn er gamlárskvöld að renna upp. Sá mest ógnvekjandi dagur í lífinu mínu, er alltaf jafn kvíðin og aldrei eins glöð og þegar nýjársdagur rennur upp og allir með hendur og fætur á sínum stað á mínu heimili.

kiddi_litill

 

Þannig er mál með vexti að "Hryðji" sonur minn er sprengjuóður og hefur  verið frá því hann fór að hafa vit. En honum hefur nú ekki alltaf þótt sprengjurnar nógu öflugar, þannig að ég var þessi "heppna" mamma að hann var alltaf að styrkja sprengjurnar sínar með einhverju "stuffi" sem ég gat bara ekki munað hvað hét hverju sinni, enda allt gert í samráði við "félaga hans í apótekum bæjarins" ég gafst upp á að fylgjast með þessu fyrir löngu, enda þýddi það ekkert, þegar ég tók mig til og ákvað að taka ströngu móðurina á sprengjumálin, þá fann ég bara síðar skálar með dularfullu dufti út um alla íbúð á hinum undarlegustu stöðum, svo ég játaði mig sigraða.

Ekki þýddi heldur að reka hann frá húsinu, því við bjuggum fyrir neðan elliheimili og þá fór hann bara þangað með sínar sprengjur, og ég veit ekki hvort það var ýmyndun ein, en mér fannst alltaf meira um sjúkrabíla á þessu tímabili fyrir utan elliheimilið.

Nú ein áramótin tókst honum, að kveikja á rakettu á leið okkar uppá hæðina fyrir ofan húsið, er ekki ennþá búin að átta mig á því hvernig, en hún fór af stað í miðri gönguferð og slapp inni rakettupoka mágs míns, hann fuðraði upp með hvelli og frakkinn hans fór í tætlur og tók af við mitti, en sem betur fer varð ekki slys á mönnum.

Honum tóks líka að "missa" eina rakettu inní bíl, sem var sem betur fer ónýtur á stæðinu, enda var hann nú ekki ökufær eftir að rakettan sprakk inní honum.

Hann kom eitt kvöld daginn fyrir gamlárskvöld í lögreglufylgd heim, þar sem hann hafði verið ásakaður um að hafa kveikt á blysi í strætó og brennt sætið þar. Hann sór að það hefði ekki verið hann sem gerði neitt slíkt, enda vanur í "sprengjubransanum". Ég rak hann uppí herbergið sitt, eftir að ég var búin að klippa sviðnað hárið og setja plástur á nefið og snyrta brenndar augnabrúnirnar og sýndi honum sjálfan sig í speglinum, þar sem hann var kolsvartur af bruna og spurði hvort hann ætlaði að standa fast við söguna um að hafa ekkert gert af sér?

Hann var í straffi daginn eftir og var kominn uppí rúm rétt uppúr miðnætti, en vaknaði svo fyrir sex um morguninn og gerði hvað?

Nú nema sótti allar sprungnu og hálfsprungnu sprengjurnar og tók þær inní herbergi til snyrtingar, við rosalegan fögnuð móður sinnar.

Guð hvað ég verð glöð ef allir halda öllum puttum á morgun og segi því Gleðilegt nýtt og heilt ár og áramót...ég verð á bíl!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir drengir eru bara svona, taktu eftir því ekki stúlkur.  Takk annars fyrir enn eina frábæra færsluna Guðlaug mín.  Og gleðilegt ár til þín og þinna og takk fyrir góða viðkynningu.   Takk fyrir alla frábæru pistlana þína megi ég njóta fleiri á næsta ári. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 13:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert frábær penni frænka, ættir eiginlega að skrifa bók/bækur, en hef nú sagt þetta áður.

Gleðilegt ár elskan takk hjartanlega fyrir allann hláturinn sem þú hefur gefið mér og takk fyrir að fara að blogga.

Ljós og gleði inní nýtt ár
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband