Aðfangadagskvöld

 

Í dag aðfangadag átti ég stórleik, ég veit vel og hef oft sagt það að ég er ekkert að skora feitt í eldhúsinu öllum stundum og ég hef  svo sem soðið ullarföt í þvotti og fleira, en á aðfangadag? Er eitthvað sem hefði mátt fara öðruvísi? Já Allt!

Ég eldaði kalkún skv. uppskrift og átti að setja vel vætt viskustykki á hann útatað í smjöri. Sem ég gerði og viti menn jú viskustykkið brenndi sig inní húðina, það var ekkert sérstaklega gott bragð af skinninu og það var köflótt! já svona með bláum köflum.

Nú meðan kalkúninn var að viskustykkjavæðast í ofninum skellti ég fötum dótturinnar sem hún kom með frá Ítalíu, meðal annars fínu lopapeysunni sem hún fékk ekki alls fyrir löngu og setti ég þetta á ullarprógram hélt ég, en út kom ponsulítil peysa sem mundi passa á álf með alltof stórum tölum sem var eiginlega algerlega ofaukið á þessa nýtilkomnu "babybornpeysu".  Stelpan mín var sár, hún er oft mjög sár þegar ég þvæ af henni fötin.

Já ég hugsaði með mér að best væri að skella sér í sturtu meðan stelpan reyndi að teygja peysuna til sem tókst svona líka bara vel, gæti hæglega komið henni utanum 2 ára barn eða svo. Ég var búin að gera baðið allt jólafínt og kveikja á kertum, tók með mér jólafötin og setti þau á bekk og fór í sturtuna og fannst eins og kertin flöktu óvenjulega mikið.  Þegar ég uppgötvaði að þetta voru ekki bara kertin, heldur hafði eldur læðst í handklæðið á slánni og brennt það og nærfötin mín bráðnuðu og hluti fatanna brann inní handklæðið. (ath. nylon brennur illa!!!)

Þessu var hent inní sturtuna, og hent í ruslið afar hljóðlega, vildi ekki láta vita að ég hafi farið úr einni eyðileggingunni í aðra. Krakkarnir höfðu þó orð á því hvað veggurinn væri svartur og mikill reykur af kertunum.

Nú ég brenndi mig svo á puttanum, þegar ég var að reyna að skafa viskustykkið uppúr kalkúnanum og fannst nóg um og held ég að kalkúni sé ekkert svo hollur, alla vega ekki mín uppskrift...

Þetta voru góðar endur sem við höfðum svo í matinn í kvöld og ég er buguð af eyðileggingu og þreytu...held ég fari að leggja mig.

Ég ákvað að vera bara ófín þessi jól og málaði mig ekki, vildi ekki taka séns á því að  reka maskara í augu, eða eitthvað annað.

Ég ætla að skipta um battery í reykskynjaranum til öryggis. 

Gleðileg Jól og farið varlega með kertin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi eins og systir þín þú drepur mig  Þú er æðisleg takk fyrir mig.  Og gleðileg jól til þín og þinna, ég er viss um að álfar verða ánægðir með nýja flotta ullarpeysu frá Ítalíu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2011 kl. 16:56

2 identicon

Verður þú ekki örugglega í mat hjá mér næstu jól litli skemmdarvargur?  Lovjú darling

Zordis (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband