Jólin koma

Sonur minn hinn hugmyndaríki hafði einstaklega gaman af jólunum, svo ég tali nú ekki um áramótin, sem byrjuðu að telja frá 1. janúar ár hvert og var strikað yfir dag hvern á dagatalinu fram til næstu áramóta.

Allt annað var EKKI í forgangi.  Hann hafði þó óbilandi trú á jólasveinunum og að þeir væru á sama plani og hann. Hann sendi þeim margan póstinn í skóinn sinn í von um að geta einhverju breytt.

T.d. var bréf í skónum kvöld eitt. Sæll jólasveinn, veit ég er ekki búin að vera stilltur, en viltu ekki gefa systur minni frekar "kartöbbluna" ef þú þarft að gefa hana, hún elskar "kartöbblur" en ekki ég. Takk samt fyrir síðustu "kartöbblu"  mamma eldaði hana og mér fannst hún bara góð. En ég er alveg með nóg af þeim í bili. 

Næsta dag var svo. Kæri jólasveinn.. mig langar mest í kínverja, ef þú átt enga, þá get ég alveg fengið blys, en ekki stjörnuljós takk, systir mín á næsta skó við hliðina á mér, henni finnst gaman að fá stjörnuljós.

Svo kom: Jólasveinn! ég veit að ég er ekki búin að vera neitt sérstaklega þægur, en ef þú gefur mér ragettur og blys skal ég lofa að ég set ekki fleiri hurðasprengjur til að vakna þegar þú kemur og ég lofa að setja ekki fleiri rakvélablöð í skóinn, það var bara til að sjá í hvaða blóðflokki þú værir eða til að gá hvort mamma og pabbi væru með sár á "puttonum" daginn eftir, en Siggi í mínum bekk sagði að mamma sín setti í hans skó. Ég trúi því nú ekki, því mamma er öll óskorin ennþá!

Kæri Kertasníkir þú ert bestur, mér finnst svo flott að þú skulir borða kertin sem ég set hérna í skóinn að ég ætla bara að biðja þig að gefa mér enga "kartöbblu" Anna systir mín elskar "kartöbblur" ég ætla að gefa þér þessi kerti sem mamma var að kaupa og þau voru rosalega dýr. Ég tók allar hurðasprengjur og allt svona skaðlegt dót, svo þú komist óhindraður í skóinn minn. En ef þú heldur að ég hafi verið óþekkur, þá er það ekki rétt, Anna var miklu verri, það sá það bara enginn. Ég get sagt þér allt sem hún gerði ef þú átt nóg af kartöbblum, en talaðu við mig fyrst. Svo finnast henni "kartöbblur" ofsa góðar. En hún gubbar alltaf eftir þær, held að það sé útaf óþekkt. Held það í alvöru en ég er búin að vera rosalega stilltur. Kæri Jóli endilega lestu þetta bréf, og ef þú þarft að gefa "kartöbblu" þá veistu að Anna er ánægð með hana. Ekki ég.

Ég vil frekar dót og finnst ég eiga það skilið núna ég fann jólatré á götunni. Gaf mömmu það, það er frekar lítið en mamma sagði að það væri krútt. Komst ekki nema 3-4 kúlur á það, en samt var það mjög flott, held að ég hafi sparað mömmu fullt af peningum, það hlýtur að teljast með þegar maður fær í skóinn. já Jóli ég á stígvélið þetta stóra, og skóna þessa fínu. Systir mín á skóna sem eru fyrir neðan glugga, hún nennti ekki að setja þá í gluggann.

þinn vinur.

Kiddi.

p.s. ég er mjög ánægður með allt sem ég hef fengið! 

aftur þinn sami vinur Kiddi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er hann hættur að díla við jólasveininn? Hahahahaha. Það er að koma gamlárs júnó og þá þurfa menn að byrgja sig upp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2011 kl. 05:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo gaman að lesa þessar sögur um frænda minn sem ég hef aldrei séð, uss svona er með næstum alla ættina við þekkjumst ekki neitt, en hugsaðu þér hvað facebókin hefur bjargað þessu vel við

Takk fyrir mig elskan

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband