Hryðji fær sér bíl!

Já börnin eldast víst og taka bílpróf eins og við hin. Það gerði "hryðji" líka. Hann stóð með glænýtt ökuskírteini daginn sem hann varð 17 ára, en þar sem hann hafði takmarkaðan aðgang að heimilisbílnum, þá ákvað hann bara að kaupa sér bíl sjálfur.

Hann fann bíl í smáauglýsingu ja bíl? Bleikan Peugot, sem var bara smá bilaður sagði hann mér, en vildi óður og uppvægur keyra mig í vinnu einhvern daginn og þáði ég það, þar sem hann hafði vaknað eldsnemma og var svo glaður og tilbúin að ég fékk ekki af mér að neita honum um að keyra mig á "nýja" bílnum.

Ég settist upp í bílinn og lokaði á eftir mér, en hélt þá á handfanginu, ekki málið sagði sonurinn stoltur, smá skrúfa laus, hentu þessu bara í aftursætið ég laga þetta.  En hurðin lokast kannski ekki alveg sagði hann. Hvað segirðu ekki alveg meinarðu að hún sé svona mikið lokuð þ.e. ALLS EKKI lokuð?

Róaðu þig kona ég er ekki milli sem get keypt mér splunkunýjan bíl.  Ok ég ákvað að þegja, enda var hann mjög stoltur af þessu bleika "bílyldi" eða já sem varla var hægt að kalla bíl, enda algert hræ og sagði hann mér síðar að hann hefði fengið hann gefins. (hvílíkur bjarnargreiði). Við vorum komin niður í Ártúnsbrekku þá stoppar bíllinn og sonurinn fer að snúa honum við.

Hvað ertu að gera æpti ég stíf af hræðslu, haldandi í falsinn á hurðinni svo ég mundi ekki detta út, en það var bara eitt öryggisbelti og það var í skottinu (laust). Æi þetta gerist alltaf af og til, þá er ekki hægt að keyra nema í bakkgír, en mamma ekki málið ég bakka þér bara í vinnuna, en við þurfum að bíða svona 10 mín. áður en hann kemst í stuð.

Barnaverndarnefnd hefði átt að vera á staðnum! Hún var það ekki.   Ég andaði djúpt og hugsaði um stolt hjálpsamt barnið mitt að skutla mér í vinnuna, svo ég róaði mig og taldi uppá 23.598 áður en ég sagði: "hvað meinarðu að það sé ekki hægt að keyra lengur áfram?" jú sko hann lætur svona víst stundum og gaurinn sagði mér bara að bakka honum í svona korter og þá get ég keyrt hann áfram.

Ég hef ekki það mikið vit á bílum, þannig að ég þagði bara og létt hann bakka mér í vinnuna sem var já á þeim afskekkta stað Laugaveginum.

Hann átti þennan bíl alltof lengi, en hann fékk ekki að bakka mér neitt aftur. Ég mætti lifandi í vinnuna, örlítið rjóð í vöngum, það var sko ekki miðstöð í bílnum og hárið á mér nýblásið og fínt, eftir gustinn sem kom innum "rifuna" á hurðinni......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hryðji kallar ekki allt ömmu sína hehehhehehe  Dásamlegastur af öllum !!!  Guzzlið mitt þú ert hetjan mín  Ef ég einhvern tímann þarf að telja uppá 3000 þá hugsa ég næst til þín!!

www.zordis.com, 6.12.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ættir að skrifa ævisöguna frænka, þú ert snillingur með pennann

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær, ég er búin að veltast um að hlátri yfir lesningunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 11:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú drepur mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2011 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband