Veikindahrinan

Börnin mín eru mjög heilsuhraust sem betur fer, en þau eiga frænku sem greindist með hvítblæði og eftir það fór skaðræðið mitt sonurinn að fá hin ýmsu einkenni.

Hann fékk krabbamein einn daginn hélt hann, alveg fullviss um að nú væri hann að deyja. Þar sem hann grét aldrei og fann aldrei til við högg þá hélt ég að hann væri tilfinningalaus, þannig að mér leist nú ekkert svo vel á þetta, þar sem hann grét af kvölum. Ég er með krabbamein í kjálkanum vældi hann heila helgi, þar til ég gafst upp og fór á læknavaktina með hann.

Ég var svo heppinn að minn heimilislæknir var á vaktinni og skoðaði hann vel og vandlega og kom svo fram til mín (ég beið frammi já já tárist af hneyksli, en það líður yfir mig ef ég sé blóð og sprautur) og sagði að stráksi hefði verið búin að blása upp svo margar vatnsblöðrur að kjálkarnir og eitlarnir hefðu bólgnað. Hann ætti að hvíla sig á vatnsblöðrum í svona mánuð. Ég var mjög vinaleg á leiðinni heim við hann með samanbitnar tennur og svolítið skömmustuleg yfir að hafa farið á læknavaktina, ég meina þar sem fólk kemur dauðveikt.

Hann fékk Astmakast og lungnabólgu strax  daginn eftir hélt hann  (var reyndar með astma) og ég var að keyra hann í skólann og hann byrjar í bílnum; "mamma ég næ ekki andanum" fínt sagði ég, enn frekar pirruð eftir heimsóknina daginn áður á læknavaktina. "Ha fínt finnst þér það fínt" já leiðinlegt en hvað viltu að ég geri sagði ég og leit ekki einu sinni á hann. Varstu kannski að gleypa blöðrur núna??" Nei í alvöru mamma ég er að deyja ég næ ekki andanum" ok settu hausinn út um gluggann sagði ég alveg frekar pirruð. 

Hann fór hálfur út um gluggann svo eftir stóðu fætur við ökla inní bílnum, ég heyrði reyndar smá svona soghljóð og þegar ég kippti honum inn í bílinn sá ég að hann var orðinn örlítið blár ( lesist helblár) kringum munninn og ég sneri við á punktinum og hentist inná læknavaktina í Grafarvoginum og ég ætla ekki að hafa það eftir sem læknirinn sagði við mig eftir að sonurinn hafi sagt að ég hafi sagt honum að þetta væri bara fínt og að mér væri alveg sama.

Ég ber við algeru minnisleysi.

Þetta er ættgengt því annar fjölskyldumeðlimur fær gjarnan svona allskonar  

Það var hablið og fuglaflensan.....já viðkomandi fékk gefins körfu fyrir jól ein og í því var Belnoughat súkkulaði sem er með innihaldslýsingu á ensku og arabísku, og jú jú það var væntanlega flórsykur á því.  Hann borðaði það og sá síðan að það var skrifað á arabísku utan á umbúðirnar og þar af leiðandi hlyti nú að vera búið að strá "Miltisbrandi" í súkkulaðið, þar sem við hin hefðum talið vera flórsykur.

Hann hringdi í mömmu sína og símtalið var nokkurn veginn svona:

"mamma það er örugglega miltisbrandur í þessu súkkulaði sem ég var að borða"

Já en leiðinlegt og hvað á ég að gera og af hverju heldurðu það?

"ok róleg á umhyggjunni, en þú segir eitthvað annað þegar ég verð dauður. Vertu blessuð mamma"

3 mín síðar:

"mamma ég er með öll einkenni "habls" ég var að googla það"

já er það og hvernig lýsir það sér?

"ég næ ekki andanum og ég er allur rauðflekkóttur"

já ef þú ert dauður þegar ég kem heim þá læt ég þig vita.

"gaman að eiga svona mömmu takk fyrir allt!"

3og 3/4 mín síðar.

"Mamma ég er að deyja"

Krakki ég á eitt orð handa þér og það er ÞEGIÐU og láttu mig í friði ég er úti að borða, ég skal skammast mín ef þú deyrð, en hvernig eru einkennin núna.

"næ ekki andanum"

Er það verra en þegar þú fékkst fuglaflensuna eftir að við gengum gegnum kínverska matarganginn í Hagkaup í gær?

"já ok er ég kannski svolítið paranojd"

ha þú NEI!!!

Sendi sjúkrabíl þegar þú hringir næst og já ég spyr þig ekki um leyfi. Eftir næsta símtal verður  sendur sjúkrabíll til þín og dælt upp úr þér og svona kannski verðurðu settur í gifsbuxur(til vonar og vara)

"Mamma Takk þú ert æðisleg" Ég ætti að hringja í barnaverndarnefndina og klaga þig"

Já ætlarðu að gera það áður en þú deyrð úr "hablinu" eða eftir fuglaflensuna og klamadýjuna sem þú hélst að þú hefðir fengið, þegar þú skarst þig á skel á ströndinni á Ítalíu, þegar þú varst 11 ára? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í gipsbuxur. Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2011 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

  Guðlaug Björk þú ert frábær  

Sonur minn kom einu sinni heim ca  16 ára með vini sínum sem hafði fengið að gista, hann var fárveikur að mínu mati, og ég varð viti mínu fjær af áhyggjum.  Íja mín sagði maðurinn minn sérðu ekki hvað er að?  Nei sagði ég hann er að deyja eða eitthvað, og ég vil hringja í lækni.  

Bóndinn hristi hausinn og sagði sérðu ekki að drengurinn er dauðadrukkinn.  Ég varð alveg ær.  Hrindi í lækni sem kom og leit á srtákinn... hann var ofurölvi 

Þetta var litla barnið mitt og hafði aldrei bragðað vín.  Bóndinn minn hló lengi að þessu.  En þetta varð reyndar til að drengurinn minn sem núna er orðin fertugur er algjör hófdreykkumaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

He he Ásthildur já lenti í því líka, þá var hann ekki nema 13 ára og var með mér í útileigu, maður er svo langt frá því að hugsa að áfengi sé eitthvað sem "englarnir" okkar fikta við. Jenný já ég meina það, litlu sjúklingarnir okkar

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 26.11.2011 kl. 15:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband