Sardenískt kukl!

Víkur nú sögunni að hjátrú Sarda en fólk hérna er afar hjátrúarfullt og fá öll börn við fæðingu grænt armband sem á að vernda þau fyrir illum öndum eða nornum að  því að mér skilst. Eldra barnabarnið mitt var vaxið upp úr sínu armbandi og tóku foreldrarnir það af þegar það var farið að þrengja að hendinni.  Nú þegar við komum hingað til Sardeníu með algerlega óverndað barnið sem er í þokkabót einhverfur (sem er ekkert sérstaklega viðurkennt á Sardeníu hann er bara óþekkur) Verandi svona "óþekkur" þá tók amman til sinna ráða.

Hún pantaði tíma hjá 109 ára gamalli "norn" og fór hlaðin myndum og af meintum "óþekktarormi" og hlutum sem hann á og tók svona til öryggis einnig myndir af litla barninu þar sem hann var ekki komin með sitt armband.  Niðurstaðan var sú að hvorugur er haldinn illlum öndum en svona til öryggis kom húm með blessað vatn frá þessari konu og nú setur hún krossmerki framan í þá og aftan á hálsinn og á hendur og fætur tvisvar á dag.  Einnig nuddaði hún höfuðið á eldra barninu með mynd af dýrlingi og reyndi að fá hann til að kyssa myndina. það tókst ekki! Barnið er allt annað í dag, kannski af því að hann er öruggari og farin að þekkja aðstæður hérna og allir stjana við hann nú eða kannski er það armbandið sem er kominn á sinn stað og blessun þessarar fjörgömlu konu sem hafa gert sitt gagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband