29.6.2018 | 16:08
Rollsinn í sjúkdómum og trabantinn!!!!
Ég er svo gáttuð í dag að ég á ekki orð, var að lesa mér til um börn í fíkniefna og geðvanda og andlát ungs drengs vegna "aðgerðarleysis stjórnvalda" það er lokað vegna sumarleyfa. Já lokað! Þetta er eins og setja krabbameinssjúkling í fyrstu meðferð og segja svo heyrðu það eru ekki til lyf eða allir eru hérna að fara í sumarfrí, komdu við í haust ef þú ert ennþá á lífi. Þetta horfir bara ekkert öðru vísi fyrir mér. Ég á son sem er mikið veikur og skrifaði ég eftirfarandi grein í Kvennablaðið fyrir ári síðan:
/http://kvennabladid.is/2017/04/29/missum-ekki-bornin-okkar-i-grofina-fyrir-aldur-fram/
Hvað hefur breyst síðan þá: EKKERT!!! nákvæmlega ekkert, sonurinn fékk jú inni á Vogi þann 8. ágúst 2017 eftir að hafa beðið síðan í janúar, en þá hafði hann verið á Hlaðgerðarkoti í nokkra mánuði og var þar enn. Hann er ennþá mikið veikur, var reyndar að koma út af Vogi en þurfti frá að hverfa eftir 10 daga þrátt fyrir að hafa verið 2 vikum áður við dauðans dyr vegna kókaínsofskamts, sem varð honum næstum að bana, en var bjargað fyrir horn af góðum vinum sem komu honum undir læknishendur. Já Vogur gott mál, 10 dagar og hvað svo? Gatan? Vík: lokað vegna sumarleyfa, Hlaðgerðarkot: skrifa niður nafn viðkomandi geta ekki gefið upp hugsanlegan innlagnartíma er það mánuður, ár eða fleiri ár? Krýsuvík: búin að hringja 4 sinnum og ítreka beiðni, sem maður gerir einu sinni í viku milli 10 og 12 ( mjög ólíklegt að sjúklingurinn sjálfur geti passað þann tíma). Ég skil þetta ekki, það kostar svo mikla peninga að hafa svona fársjúka einstaklinga úti í lífinu án lækningu eða án stuðnings og hjálpar.
Ég hlýt því að spyrja er það sérstök pólitík að meðhöndla fíkla, geðsjúka og aðra sem hafa svona ekki forgangssjúkdóma eins og t.d. sykursýki, sem er svona rollsinn í sjúkdómum mundi ég segja, af því að þetta séu svo ósmartir sjúkdómar eins og mér þykir t.d. Trabant bíllinn vera?
Athugasemdir
Með ólíkindum að það sé lokað vegna sumarleyfa. Hvað er að kerfinu? Hvaða bákn tekur sér sumarfrí án þess að manna og vera með í það minsta lágmarksþjónustu?
www.zordis.com, 30.6.2018 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.