Naglaævintýri í Florence

Ég er ein af þeim óheppnu að vera með neglur úr einskonar pappa eða einhverju mjög lítið sterku efni og þar sem ég er stödd í Flórens og neglurnar mínar afskaplega ræfilslegar þá sá ég þessa fínu snyrtistofu hérna rétt hjá og ákvað nú bara að skella mér, enda kostaði ekki lagfæring nema um 4.500.- krónur og ég er nú fastagestur í lagfæringum og tel mér trú um að ég viti nú eitt og annað um málið og  um snyrtimennsku á staðnum og svona, en ég á mér nú mína eigin naglakonu/snyrtifræðing sem skilur mig og ég hana og mun ég eigi gefa hennar nafn upp, nema það byrjar á E og ég segi ekki hina 2 stafina. Við erum á svipuðum aldri (gæti skeikað 15-20 árum) en hún er fullkomin fyrir mig og hlakkar mig alltaf að koma til hennar, í smástund í litun og plokkun og já neglur.

Þar sem ég mæti klukkan 7 um kvöld skv. tímapöntun tekur á móti mér mjög brúnn maður með sítt hár niður á herðar og mjóan hökutopp í útvíðum læknaslopp hnepptum niður á maga. Guð hugsaði ég með mér vonandi er hann ekki að fara að setja á mig neglur (blákalt=fordómar). Ok gefum kvikindinu séns hugsa ég með mér, en ég hafði ítölskumælandi dóttur mína með mér. Hann varð fyrir sjokki við að skoða neglurnar mínar og sagði að ég væri ekki kvenleg..(wriiiiiiiiiiiiiiiiily?) En það mundi breytast núna.

Hann hófst handa og ég hélt ég mundi andast þegar hann raspaði nánast upp að kjúkum, hélt að hann ætlaði í raun og veru að stytta puttana á mér. Svo var hann eitthvað að lufsast með einn bómullarhnoðra sem var uppleystur í frumeindir og allan tímann hugsaði ég til "minnar" konu heima hversu snyrtilegt væri nú hjá henni.

Niðurstaðan er svo þannig að ég þurfti að borga vegna þessara ógurlegu nagla minna 10.500.- en fékk ekta Swarovski stein frían, ég bað ekki um hann og langaði ekki í hann, en vildi ekki gera meira mál, svo hann færi nú ekki að gráta, en hann var gráti næst þegar ég gerði honum þann óleik að mæta með þessar neglur svona ósvífin.

Ég er með útvíðar neglur núna og ekki nóg með það, það eru gelklumpar undir þeim, þar sem hann fyllti uppí allt undir nöglinni að fingri og svo var hann alltaf að festa gúmmíhanskann sinn í líminu, þannig að ég er með búta úr gúmmíhanska líka í þessum hlunkum..

Ég er búin að panta tíma heima, enda með harðsperrur í fingrum og get ekki sett puttana saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert snillingur

Hilma Ösp Baldursdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:10

2 identicon

Rosalega ertu flottur penni Gulla mín.  Þvílík skemmtun sem þessi lesning var.  Ein á skrifstofunni minni og skellihló.  Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim:)

Guðbjörg Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband