Maturinn á Sardeníu.

Maturinn hérna á Sardeníu er að mörgu leyti frábrugðin hinum hefðbundna ítalska mat, þeir hafa t.d. sitt eigið pasta. Mér finnst það nú ekki sérstaklega gott, en það er nú kannski bara það sem maður hefur vanist er best og allt hitt ok að prufa, en fannst áferðin ekki skemmtileg og eitthvað aukabragð.

Þeir eru að sjálfsögðu með mikið af sjávarfangi og þá helst skeljar og kolkrabba, sem og allskonar fisk sem þeir sýna í öllum gluggum á öllum veitingastöðum. Allt sem ég smakkaði þar af sjávarfangi var gott, nema ígulkerið sem ég fékk á matsölustaðnum  Su Cumbida, sem vinur minn hafði mælt með og er hann nú innfæddur "Sardi" þannig að ég treysti honum, fékk mér spaghetti Vongole sem var frábært og Zuppa di Cozze, sem var frábært,  sló alveg við skeljunum á Snaps, sem mér hafa fram að þessu þótt bestar. Nú lét mig hafa það að fá mér pizzu með sjávarréttum, skil ekki alveg samsetninguna, enda fannst mér það mistök, ostrurnar fengu að bíða, en vinur okkar Andrea fékk þó dóttur mína til að smakka. 

 Eitt var það sem margir fínni veitingarstaðir bjóða uppá og það eru allskonar ostar, peccorino sem er æðislegur aðeins saltaðri en Parmaosturinn. Nú ekki má gleyma hinum fræga Casu marzu, sem er morandi í lirfum, sem fólk borðar ekki endilega, en þó sumir, hann er mjúkur og sagður mjög sterkur og eftirbragðið getur varað nokkra tíma. Lirfurnar skilja eftir sig gula bletti á fötum, sem gerir það að verkum að fólk klæðir sig gjarnan í gult, þegar það veit að framundan er ostaveisla a-la-lirfur...takk samt kærlega...en nei takk ekki fyrir mig.

Þeir drekka eftirréttavín með þessum ormaosti, einnig drekka Sardeníubúar mesta magn bjórs á íbúa í Evrópu las ég einhversstaðar sem kemur á óvart, þar sem konurnar drekka lítið sem ekkert, annars er unga kynslóðin að taka upp þann sið eins og Ítalir að hafa aperativo, sem er vínglas og allur sá matur sem hver bar hefur á boðstólnum sem þú getur í þig látið, borgar bara frekar hátt verð fyrir glasið. Svo má ekki gleyma limoncelloinu sem er bara eins og að borga reikninginn, þú ert nánast ekki spurð hvort þú viljir það eftir mat, heldur hvort þú viljir limoncello crema, svona beilístýpan af Limoncello, eða hið hefðbundna, en mátt fá þér myrto sem er einhverskonar lauflíkjör...já takk......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina lirfu fyrir mig elskan .....

Zordis (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 09:22

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Já Þórdís mín, skal redda þér svona osti, en lyktin af honum er ekki góð og elska ég alveg osta, en þessi fær frí frá mér, alveg totally......

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 17.6.2014 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband