Veróna eða "piccola Roma" eins og hún er stundum kölluð.

Ég keyrði inní Veróna á páskadag, kom úr sólinni í norðri og lenti í úða í Veróna, en samt var nú margt um manninn þarna, enda páskar og margir á ferðalagi á þeim tíma. þegar maður kemur að borginni er hlið með varðturni sem hefur væntanlega varðað alla aðkomugesti til borgarinnar á árum áður.

hlið

 Stuttu eftir að komið er í gegnum hliðið er torgið Piazza Bra, þar er hin 2000 ára gamla  fræga Arenan, þar sem óperusýningar fara fram undir beru lofti á sumrin, Kristján Jóhannsson hefur m.a. haldið tónleika þar á árum áður. Ég missti því miður af þeim tónleikum, enda á þeim tíma, þótti mikilvægara að ná sér í sól fyrir allan peninginn.

070

 

Eins og sjá má er blautt, en þó var röð í hringleikahúsið, en ekki var nú farið inní það í þetta sinn, en bíður það tækifæris, þegar hægt er að slá 2 flugur í einu höggi og sjá flotta óperu, eða bara tónleika með einhverjum flottum listamanni og skoða leikvanginn.

Ekki er hægt að fara til Verona án þess að kíkja á svalirnar hennar Júlíu, en þær eru nú ósköp litlar og ómerkilegar, en vinsæll viðkomustaður ástfanginna para, sem setja á vegg elskenda beiðni um eilífa ást eða eitthvað annað bráðnauðsynlegt, og er það fest með tyggjói, þegar ég kom þarna var greinilega búið að taka alla miðana, en sagt er að það séu nokkrir sjálfboðaliðar sem taki að sér að lesa og jafnvel svara bréfunum, og hefur verið gerð mynd um þennan vegg "Letters to Juliet" í garðinum er svo bronsstytta og allir sem hafa óskað sér þurfa að snerta vinstra brjóst styttunnar, til að óskin rætist, ég sleppti því nú enda hafði ég ekki komið með neina ósk á vegginn sem var ein tyggjóklessa, örugglega ekki mjög hreinlegt, en sjarmerandi.

046

 Verona_Lover__s_wall_by_fotofrecciaHér er svo veggurinn án miða og með miðum, mjög skemmtileg að skoða, en ekki snerta. Svo er Piazza Erbe,skammt frá garði Júlíu og er það rosalega skemmtilegt torg, þar sem úir og grúir af allskonar sölubásum, með markaðsstemmingu og kaffihús og matsölustaðir þétt staðsettir meðfram öllu torginu, við fengum okkur vínglas á upphituðum stað, meðan mesta úrhellið gekk yfir  áður en við heimsóttum sjálfan Dante, en styttan stendur á torgi sem var nú algerlega marautt, enda allir komnir í skjól undan regninu á kaffihúsin í kring, en Dante stóð þarna sína pligt, en heldur var hann einmanna karlinn í regninu.

Veróna er þannig borg, að manni finnst hún vera svona smábær, enda ekki nema um 270 þús íbúar á svæðinu, en á þessum páskadegi, var hún nú ansi fjölmenn, þrátt fyrir smá úrhelli, þá er mjög gaman að koma til Veróna, enda öll smærri í sniðum en Róm, en samt með söguna á bak við sig. Við höfðum síðan hugsað okkur að borða á þeim "fræga" stað 12 Apostoli, þar sem víntegund er nefnd eftir Diddú okkar að mér er sagt,  en það þarf að bíða betri tíma, þar sem betra er að panta borð með fyrirvara. 

Veróna rómantíska borgin verður nú heimsótt aftur þó síðar verði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir þennan fróðlega og skemmtilega pistil Guðlaug.

hilmar jónsson, 28.4.2012 kl. 23:44

2 Smámynd: Ansy Björg

Næst kannski tékkum við á veðurspánni og förum í sól :) eheh

Ansy Björg, 29.4.2012 kl. 01:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þér tekst að fanga mómentið svo sannarlega.  Maður fann jafnvel úðan og lyktina.  Takk fyrir fróðlegan pistil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband