Bíladólgar fjölskyldunnar.

Ég hef aldrei gert mig út sem einhvern frábæran ökumann, sérstaklega ekki eftir að vinkonur mínar hafa í gegnum tíðina verifð að skjóta á mig í hvert sinn sem þær sitja í bíl með mér. Kalla mig Schumacker eða hvað hann nú heitir.

Held reyndar að þetta sé í blóðinu, jafnvel þó pabbi minn hafi verið atvinnubílstjóri í mörg ár og tjónalaus með öllu, þá held ég að við systurnar höfum ekkert endilega fengið þann bílaeiginleika í arf. Alla vega á ég systur sem keyra ekkert sérstaklega vel og frænkur sem eru jafnlélegar.

Ein frænkan gefur alltaf í á hraðahindrun (eins og henni finnist hraðahindrunin vera leið til að yfirstíga með hraða) og maður má þakka fyrir að halda tönnum og fyllingum, en ég mundi nú ekki segja að ég gengi svo langt að setja á mig hjálm vegna fyrirhugaðra höfuðmeiðsla, en nánast. Hef nú fengið ansi margar kúlurnar í ferðum með henni.

Ein er svo heppin  að hafa alveg óvart keyrt bíl inní bakarí og var það nú ekki lítill bíll heldur svona amerískur kaggi, og hún þurfti alveg að hafa fyrir því að keyra uppá gangstétt og inní gegnum glugga og hurð að afgreiðsluborðinu. Keypti einn snúð í leiðinni.

Síðan fór hún "óvart" með bensínslönguna með sér á brott frá bensínstöðinni (já það hefur í raun og veru gerst er ekki bara brandari á fb.) Sem sagt ég á ættir að rekja í annan stað atvinnubílstjóra og hins vega "ekkert sérstaklega góðra" bílstjóra.

Ég fékk sem sagt ekk sérstaklega góðu genin. Eins og ég hef áður sagt, þá erum við ég og bílar ekkert sérstaklega að "Bonda" Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist alein var Toyota Corolla eftir sameign með eiginmanninum á allskonar bílum, sem ég tel ekki með, enda keyrði ég þá sjaldnast, heldur lét hann um málið, held líka  að hann hafi ekki alveg treyst mér, hvorki til að keyra og þá síður að rata. 

Toyotan endaði sinn feril aftan á hinum bílnum sem var í bænum um verslunarmannahelgina 1996, en held að við höfum verið þeir einu sem vorum á ferð í Reykjavík þá helgina, sá var stopp á rauðu ljósi. Ég sá hann ekki!  

Ég var núna að skoða brot í stuðaranum hjá mér, skrítið...ég hef ekki keyrt uppá gangstéttir í langan tíma..held að bíllinn minn sé of nálægt götunni, nú eða einhver vísvitandi lamið stuaðarann í sundur. Þarf að fara að huga að öruggu stæði hérna á Álftanesinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frusssssssssssssssssssss, skilaðu inn bílprófinu kellan. Skv. nýjustu fréttum þurfa konur sérstök bílastæði fremst í bílahúsi Hörpunnar. Það er bara sollis. Við eigum ekki að keyra, bara að elda og bóna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2012 kl. 18:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðlaug, það verður ekki á þig logið að þú ert frábær penni.  Innilega takk fyrir að fá mig til að skellihlægja yfir lestri, þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband