5 landa sýn á einum degi!

Ég ákvað hérna um árið að skella mér í nám til Genóva á Ítalíu og fór glöð og reif að heiman með útprentun úr "Gúggul örþ" leiðbeiningar, en þar sem ég er nú svo vel áttuð (algerlega eigin hugarórar) þá ætti ég nú að geta ratað.

Ekki veit ég af hverju ég hef alltaf talið mig með innbyggt GPS, því það er svo fjarri sanni. Geta fjölskyldumeðlimir ekki sagt annað mér til  hróss að þeir hafa nú fengið að kynnast Mallorca betur en þeir hefðu viljað eins og t.d. á leið frá Cala'dor í miðbæinn sem tekur uþb. korter, en ekki með minni hjálp (tókum Palma leiðina á þetta) eftir hraðbrautinni með nokkrar fjölskyldur af hótelinu með okkur, þar sem menn eru svo almennilegir og hjálpfúsir. Ferðin tók 3 klukkutíma og 45 mínútur og fólk var svangt og úrillt. Ákvörðun var tekin ég mun ekki hjálpa fólki að rata aftur, Vanþakkláta pakk!

calador.gifhofnin_i_calador.jpg

Þetta er nú ekkert ljótt útsýni þarna í Cala´dor

 

 

Sem sagt þennan dag  lagði ég af stað frá Íslandi til Stokkhólms, þar sem ég tók Sasvélina til Mílanó og þaðan er um tveggja klukkustunda keyrsla til Genóva.

Glöð og reif og sjálfstæð kona sótti bílaleigubílinn og afþakkaði pent GPS,  með "ég er nú meðetta góurinn" svip. 

Ég hélt nú til Genóva upprifin af þessari hugmynd minni, að hafa skellt mér ein í nám, gaman að hlusta á Ítalska músík og renna eftir hraðbrautum Ítalíu.

Það eina sem skyggði á gleði mína og hamingju var að ég fékk leigðan Fiat Punto sem var beinskiptur (óskiptanlegur á köflum) Ég keyrði því ekkert mjög hratt og skildi ekki í fyrstu hvað margir flautuðu á mig, en ekki gat ég gert að því að ég komst ekki hærra en í 3. gír, (hinir gírarnir örugglega bilaðir) auk þess þurfti ég nú líka að lesa á google earth útprentunina mína fínu.

Þetta var ekkert mál, ég elti Gen...eitthvað alveg örugg með mig, fór inná hraðbraut og útaf hraðbraut, en þegar ég sá sama betlarann 3 tímum eftir að hafa séð hann fyrst, fóru nú að renna á mig 2 grímur. Er verið að elta mig? Ég hugsaði með mér eru svona Roadcrimes bara í Florida? Örugglega ekki!. Ég teygði mig í veskið og hélt á því, ætlaði nú ekki að láta kippa því úr framsætinu, þar sem náttúrulega engin læsing var á þessum bíl (væntanlega samsæri milli þessarra glæpona sem þóttust vera að betla og bílaleigunnar) gott ég sá við þeim áður en þeim hafði tekist að ræna mig og drepa og henda mér útí vegakant .  

Ég og Puntoinn keyrðum uppímót í ansi langan tíma og ég mundi jú að Genova er niður af hálendi, en fjandinn hafi það, svo kom skilti "Lake Como" ha hvað er það nú að ger hérna hugsaði ég, já ætli þetta sé ekki bara auglýsing (farið endilega héðan til Comovatns).

Nú lenti ég í langri bílaröð og hugsaði með mér. "Genóva svona vinsæll staður! Gaman" en svo kom hermannaklæddur dáti að mér og sagði: "Willkommen zum Sweitzerland" Wott! but I´m going to Genova sagði ég móðguð. Ja bitte, das ist nicht hier!  Hann bauð mér að snúa við á torginu og fara til Ítalíu aftur og keyra í hina áttina. Hvað eru þessi lönd líka að vera með svona nánast eins nöfn...Genóva, Genive!Milkakúin

lakecomo_2.jpg

Ég elti nú alveg rétt skilti Genóva enda ekki hægt að elta Genive, þar sem ég var á leið þaðan! Nú var farið að rigna og dimman hvolfdist yfir mig, og ég beið bara eftir ráninu á mér og bílnum, sem hlaut að fara að skella á (hafði nú samt væntanlega aðeins hægt á glæpagenginu með því að skella mér til Sviss) en þar sem hraðbrautirnar eru ekki upplýstar þá var eina sem glitti á í þokunni eldflugurnar sem ég er nú ekki sérstaklega hrifin af. "Paranojan" alveg í hámarki, því ég var viss um að þær væru að reyna að komast inní bílinn,( ekkert smá eftirsóttur bíll).

Í þessu hringir dóttir mín, þar sem  ég var alveg að bugast og langaði bara heim, týnd í ölpunum með mafíuna á hælunum (þegar þarna var komið var það alla vega mafían) og sagði ég grátandi við hana, bíllinn er ólæsanlegur og ég held ég sé í lífshættu. Róleg mamma mín sagði hún og minnti mig á það þegar hún fór til Grikklands í sjálfboðavinnu hversu skelfilegt henni hefði þótt fyrsta kvöldið en hvernig allt hefði svo lagast í sólinni daginn eftir. (Ég mundi nú væntanlega ekki lifa svo lengi hugsaði ég, en sagði ekkert).

Ég kom svo að fjallsbrúninni uppúr miðnætti og þar sem Genóva tók á móti mér upplýst og falleg. En hvar skyldi nú hótel Helvetia vera, ég var nú ekki með það útprentað, hélt að ég mundi nú bara finna torg og þar væri það, en ok sá það að  Genóva er stórborg! Ok ég var svöng og ég var þyrst og í lífshættu og sá Hótel Hilton blasa við, keyrði þangað í einum rykk, en lenti á bak við hótelið (mjög miklir ranghalar í þessari borg og allt einstefnugötur).

 Með engan bakkgír (já já sjálfsagt gleymst að setja hann í bílinn!!enn önnur vísbending um samsærið gegn mér, ætli bremsurnar virki nokkuð?) neyddist ég til að keyra yfir nokkra plastruslagáma og þar spratt upp allskonar fólk eins og gorkúlur sem var greinilega búið að koma sér fyrir til hvíldar fyrir nóttina.

tramp1.gif

Ég drap engann, en fékk símtal frá systur og þar sem ég æpti móðursýkislega í símann ég er að keyra á fólk og gáma og það er verið að elta mig.  Róaðu þig, var sagt frá Íslandi, andaðu djúpt (já þau geta sagt það öll á lífi og verða á lífi næsta dag eitthvað annað en ég) farðu að anddyrinu. (auðvelt að segja það, en verra að finna leiðina að því). 

Ég renndi svo upp að anddyrinu, lagaði aðeins hárið sem hafði ýfst smá í rakanum (eða var eins og hárið á Jimi Hendrix) vafði veskið um höndina og tók ferðatöskurnar með mér inn og bað stúlkuna í gestamóttökunni að panta fyrir mig leigubíl. Hún horfði á mig og síðan á Puntóinn."Si si" sagði hún, for you and the car? Yes sagði ég ekki laust við smá móðgunartón í röddinni og horfði á hana hugsa: "hvurn fjandann er svona ljóska að ferðast ein um miðja nótt vitandi ekki neitt í sinn haus" Ég gekk hnarreist út, eins og þetta væri daglegt brauð hjá mér að panta leigubíl til að vísa veginn.

Ég elti að Hótelinu við Piazza della Nunziata. Ég fékk grátkast við komuna þar. Þetta var ljótt herbergi og hér ætlaði ég ekki að búa. Engar svalir til að sitja á og fá sér hvítvín, svona rétt meðan menn voru að læra. Ég ætla heim á morgun,  ákvað ég.  Það breyttist daginn eftir þegar ég sá borgina í sólarljósi og ég var bara nokkuð stolt af því að hafa farið á einum degi: Ísland/Svíþjóð/Ítalía/Swiss og  aftur Ítalía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

það skiptir öllu að hafa tröllatrú á sjálfum sér.  Gps hvað!  Þú ert nú meiri flakkarinn kona   Love it!

www.zordis.com, 23.9.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að þú skulir vera á lífi Gusla eftir allar þínar hrakfarir (mannstu Rúmeníu?).. Arg, einhver þarf að gefa þér GSP-í jólagjöf darling.

ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband