Gæludýr fjölskyldunnar

Börnunum mínum langaði alltaf að eignast gæludýr þegar þau voru lítil, sérstaklega langaði þeim í hund, en á tímabili vildi dóttirin flóðhest, en ég var svo "heppin" að þau voru bæði með ofnæmi fyrir hundahárum og já fyrir kattarhárum líka, þannig að það varð fljótt úr sögunni.

Börnin

Þar sem suðað var á hverjum degi, þá lét ég undan einhverju sinni, þegar dóttir mín fékk í afmælisgjöf hamstur í búri með öllu tilheyrandi, sérstaklega þar sem þau höfðu orðið uppvís að því að eyðileggja heilt hreiður í sumarbústaðnum hjá afa og ömmu, til að eignast sitt eigið gæludýr.

En afi hafði verið að sýna þeim þrastarhreiður og hvernig mamman sæti á eggjunum til að unga þeim út, sagði þeim að fara mjög varlega til að styggja ekki mömmuna, því hún yrði að vera stanslaust á eggjunum, svo úr þeim kæmu ungar.

Einhver styggð komst á þröstinn og flaug hann af hreiðrinu, svo "Skaðræðið" tók á það ráð að "bjarga" komandi ungum með því að skella þeim í rassvasann á systur sinni, og slá þannig 2 flugur í einu höggi. þ.e. bjarga ungunum og eignast gæludýr. Síðan hrinti hann systur sinni lauslega, til að hún mundi setjast á eggin og unga "gæludýrunum" út sem fyrst.

Kemur svo dóttirin hágrátandi öll í eggjarauðu og sagði að bróðir sinn hefði hrint sér. Afi varð öskuillur og húðskammaði "Skaðræðið" en hann bar því við að hann hefði nú verið að bjarga þessum ungum og þar sem alltaf væri verið að klifa á því að litla systir hans væri svo létt, þá var hann ekki að átta sig á því hvernig hún braut eggin. Ekki varð úr fjölgun í fjölskyldunni þarna svona "dýralega" séð.

Anna reið

Þegar dóttirin varð 4. ára fékk hún sem sagt hamstur í búri að gjöf frá "velviljuðum" fjölskyldumeðlim og nú tók við skemmtilegur tími, með tilheyrandi flandri uppá dýraspítala. "Skaðræðinu" fannst óskaplega gaman að fara hratt og áleit að sjálfsögðu að Snúlli hamstur væri sama sinnis. 

Þannig að nú skyldi gera vel við hamsturinn og í þeirri tilraun var Snúlli litli settur uppá leikfangamótorhjól sem var upptrekkt og fór á ógnarhraða um alla íbúðina með Snúlla stjarfan á hjólinu.  Ferðinni lauk svo á vegg , með þeim afleiðingum að Snúlli missti eina tönn og ég er ekki frá því að hann hafi fengið einhverja höfuðáverka, því hann fór að hegða sér mjög undarlega.

Hamstur

"Skaðræðinu" þótti þetta mjög leiðinlegt, og ætlaði að kanna með mótorhjólahjálma á hamstra fyrir næstu ferð hans. Snúlli varð nú mjög árásargjarn og reyndi að naga sig út úr búrinu með þessari einu tönn sem eftir var og nagaði allar snúrur í sundur sem hann komst í og ég lenti í rafmagnslosti oftar en ekki, þegar ég var að taka úr sambandi græjur á heimilinu. Tönnin óx þó og ég fékk ekki Dýraverndunarsamtökin á mig, enda hvarf mótorhjólið á einhvern dularfullan hátt og Snúlli lifði lengi vel eftir þetta.

Hér eftir setti ég mörkin við gullfiska, en þá hafði verið gerð tilraun til ánamaðkaræktunnar, Kanína var fengin á heimilið um tíma og loks páfagaukur og svo síðast nokkrir gullfiskar og ekki verða fleiri dýr á mínu heimili svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Offfffffffffffff myndrænt þetta með hamsturinn á hjólinu. Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: www.zordis.com

Blessaður Skaðvaldurinn hehe  Hann hefur verið of áhugasamur um að eignast gæludýr! 

Svipuð staða með gæludýraáhuga og nú veit ég að það kemur allavega ekki hamstur inn á mitt heimili!!

www.zordis.com, 24.9.2011 kl. 21:20

3 identicon

littli saeti hamsturinn minn, svo sàrt hvernig fòr fyrir honum... Eg er samt ekki enn komin yfir tad ad enginn hafi gefid mèr flòdhest!

Hehe eins og kiddi sagdi à sinum tima... ahh tonnin for bara tvi hann var ekki med hjàlm, semsagt hjàlmurinn var tess valdandi ad littli er ekki à lifi i dag!

Ansy (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband