Piparkökuhúsameistarinn (huglægi)

314606282_2494558844030901_1687091037819328529_nÉg veit ekki hvað það er að ég telji mig alltaf þurfa að vaða í það á skítugum skónum liggur við  að gera hluti sem ég er ekki góð í. Bakstur! ja kannski ekki beint bakstur í þessu tilfelli en ég keypti þar til gert pipakökuhús í Ikea (minni týpuna) sem þurfti að setja saman og skreyta.

Ég fór á flug á heimleið og hugsaði um piparkökuhúsasamkeppnina í Smáralind og hvar mitt hús ætti nú að standa. það var ekki efi eitt augnablik í mínum huga þarna í mínum heimi.  Ég velti því fyrir mér hvort ég færi ekki í grúppu sem héti 65 ára og eldri. Þá mundi ég eftir því að maður þarf að baka veggi og þak sjálfur úr hveiti frá Kornax. Ok ekki málið ég geri það eftirminnilegasta hús sem ég hef gert enda ekki annað í stöðunni þar sem þetta var hið fyrsta.

Niðurstaða á fagurlega módelinu mínu huglæga var í reynd svona: Límtúpan var með svo litlu gati að límið komst ekki út en ég gerði aðgerð á túpunni skar hanna upp og sótti klístrugt límið en festi puttana alltaf á milli veggja og þaks og þurfti að þvo mér 10 sinnum í límferlinu. 

Við áreynsluna komu nokkur brot í veggina sem ég verð að viðurkenna að er bara sjarmerandi eftir að hafa verið límdir saman með nokkrum límklessum, svona kannski eins og ítölsku gömlu húsin eru.  Nú þetta virtist ekki vel gert hjá þeim þarna í Ikea alla vega passaði strompurinn engann veginn á þetta þak en var svona eins og fljótandi ofan á því. Fallegt! 

Barnabarnið mitt hafði svo borðað allt skrautið nema nokkur snjókorn svo húsið var skreytt öðru megin.  

Ég er hætt að taka niður pantanir fyrir jól og svo eru veggirnir hérna út um allt borð hálfétnir sem sagt ekki sérstaklega bragðgóðar piparkökur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband