15.8.2022 | 11:04
Óvæntur gestur!
Þar sem ég sat í makindum mínum og beið gesta minn í garði vinkonu minnar hérna á Spánarströnd þar sem við ætluðum að borða saman hádegismat í hitanum. Ég var að leggja lokahönd á undirbúninginn, þá var bankað á hliðið á veröndinni og fyrir utan stóð nágrannakonan sem er frönsk á sjötugsaldri. Hún spurði hvort ég gæti reddað sér þar sem hún væri læst úti og fatlaður eiginmaður og öldruð móðir hennar væru fyrir innan hlið ófær um að bjarga sér. Ég sagði henni að ég færi nú ekki uppí stiga enda loftrædd með afbrigðum. Nei nei sagði hún er ekki einhver karlmaður sem getur bara haldið við stigann svo ég geti klifrað yfir, því hún er víst með stórhættulega hunda á svæðinu. Fransk/enskan hennar var eiginlega með öllu óskiljanleg en hún talar spænsku svo ég sagði henni að vinkona mín spænskumælandi væri á leið til mín og með henni hennar ektamaður. Nú þau runnu í hlað og fóru beint í að aðstoða frúnna við að komast yfir til fjölskyldunnar. Hún fræddi mig á því að hún væri að fara með þau út að borða en það gerir hún einu sinni í mánuði.
Við vorum ekki búin að sitja lengi þegar kall eftir hjálp barst frá götunni, en þá hafði hún fest eiginmanninn í bílnum og hann lá þvert yfir bæði framsætin ófær með öllu að hreyfa legg eða lið. Vinkona mín einhenti sér í að reisa hann við og ég reyndi að troða fótunum á honum inn í bílinn. Hann var nú óskaplega ósjálegur greyið í sjúkrahústreyju óhnepptri á sokkunum og hárið illa hirt sem og skeggið og hann var með húfu í 45 stiga hita. Nú við skorðuðum hann af og settum hjólastólinn í skottið og þá kom hin há há háaldraða móðir en hún komst sjálf að bílnum og við einhentum henni í aftursætið enda hálfgert fis. (franskar konur fitna víst ekki).
Hjá okkur var stuð og stemming enda vinkonur mínar sem ég hafði ekki hitt lengi, við spjölluðum og hlógum þar til bankað var uppá og sú franska með karlinn í hjólastólnum sagði okkur að við yrðum að geyma hann meðan hún sækti lyklana sína sem hún hafði gleymt á matstaðnum. Spurði ekki heldur rúllaði honum út í horn. Hann verandi norskur og einhverjar líkur á að við skildum hann þó hann væri nú eiginlega á mörkum þess að vera með meðvitund, þá spurðum við hann hvort hann vildi eitthvað og hvort hann vildi sitja hjá okkur en hann vildi það alls ekki. Sat bara eins og dæmdur og allt í einu fór hann að hrópa: Jeg vil OPPPPP jeg vil op og hljóp ég til þar sem ég er nú málamanneskja og tala hin ýmsu tungumál m.a. dönsku og sænsku en alls ekki norsku. Skidli ekkert sem hann sagði, hann vildi sem sagt láta færa sig upp í hjólastólinn þar sem hann var að renna niður úr honum. Við björguðum því og löguðum hann til. Hann var í drykklanga stund hjá okkur eða einhverja klukkutíma. Breski nágranninn sagði mér síðar að sú franska stundaði þetta þ.e. að þykjast hafa gleymt lyklum og væri svo í burtu 3 til 4 tíma og já svona bjargar hún sér bara.
Hún gaf okkur ódýrt ódrekkandi cava og rauðvin sem þökk fyrir hjálpina sem hún var með óvart í bílnum fyrir svona tilefni reikna ég með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.