Veðurupplifun milli landa

Sardar eru dásamlegt fólk, eru vanari 40 gráðu hita, meðan við íslendingarnir hendum af okkur fötum þegar hitinn er kominn í 8 stig maður bara heldur sér í sólstólinn. Sardar eru stoltir og kalla sig alls ekki Ítali, heldur Sarda og hafa þeir eigin fána sem var hérna áður skríddur 4 "banditos" með bundið fyrir augu, (partur af sögunni meira um það síðar) en þeim var gert að færa böndin upp að enni á gaurunum á fánanum. 

Hérna er vetur fram til miðjan júní og þú ert ekkert að fara að mótmæla því. Þeir gapa þegar þeir sjá okkur á ermalausum kjól og með börnin í sandölum og fáklædd.  Ítalska amman kappklæðir þá að morgni og kveikir í arninum svo þeir forkelist ekki. Þar sem litlu víkingabörnin eru bara ekki tilbúin að vera í sokkum skóm, úlpu og með húfu.  Lái þeim hver sem vill, en hérna signir fólk sig og börnin okkar og biður blessunar þeim til handa svona illa klædd og um það bil að forkelast í þessu mannskaðaveðri sem þeir telja vera meðan þeir blása ekki úr nös. 

Ég benti þeim á það að ef hávöxnu stráin þeirra hreyfist ekki í "rokinu" þá er gola, því til sönnunar sagði ég þeim að ef ljósastaurarnir heima á Íslandi högguðust lítið þá er EKKI rok, þá er gola og við stöndum við það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband