5.11.2021 | 09:45
Reynslusaga úr apóteki
Já hver hefur ekki upplifað það eins og fyrirsögnin ber með sér. Ég hef upplifað mjög sérstaka reynslu úr Apóteki hérna í Reykjavík sem fékk mig til að hugsa hvort allir sem þar versluðu væru að reyna að hafa eitthvað út úr því ólöglega.
Ég kem inní apótekið og er að versla fyrir vin minn sem býr ekki í alfararleið og er algerlega á móti því að honum séu send lyf, finnst hann alltaf fá samheitarlyf, þannig að ég er með umboð fyrir hans hönd. Var ég þarna stödd og bið um Xailin augnkrem 4 túpur takk, ég sýndi henni nafnið í símanum stórletrað (túpan er ponsulítil eða um 5 g) stúlkan sem afgreiddi mig horfði á mig og spurði hvort ég væri að kaupa fyrir stofnun. "Nei sagði ég bara fyrir mann sem var í augnaðgerð á báðum augum" já þú færð bara að kaupa 2 stk. var mér tjáð. Allt í lagi tek 2 stk. svo bar ég upp næstu kaup sem voru Calogen næringardrykkur sem er niðurgreiddur til sjúklinga, enda rándýr vara. Afgreiðslustúlkan kallaði til 2 aðrar og önnur greinilega yfirmaður og hvísluðu þær eitthvað sín á milli og sú sem virtist yfir sagði að þetta þyrfti að kaupa á dagtíma þegar hjúkrun væri við. Já jarmaði ég en klukkan er bara hálf 3. Já hjúkrun er hérna milli 8 og 5 og ég skal láta þetta sleppa núna en næst komdu meðan hjúkrun er. Ég kíkti á símann minn og hann var ennþá 2:30 local time. Sýndi henni símann og spurði: "er ekki örugglega dagur?"
Ég er ekkert fis þó ég segi sjálf frá og hef ekki hugsað mér að overdosa af Calogen en hún lét mig fá brúsann náðarsamlegast í þetta sinn, án samþykktar frá "hjúkrun". Ég kom heim til vinar míns með góssið verðmæta. Hann spurði; " bíddu af hverju ertu með 2 túpur af gyllinæðakremi en ekkert augnkrem?"
Þannig að ekki einasta héldu afgreiðslustúlkurnar að ég ætlaði að fá mér 5000 kaloríu drykk, heldur úða 4 stórum túbum af gyllinæðakremi í augun mér nú eða mínum lasna félaga. jah ég ætla ekki aftur í þetta apótek. Fékk þó að skila kreminu og fékk náðarsamlegast að kaupa 4 litlar túpur af Xailin (Augnkreminu sko)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.