Fallega Sardenía

Sardenía í smá kulda að mati okkar íslendinga en mannskaðaveðri skv. íbúum eyjunnar er aðeins öðruvísi en á sumrin í 40 stiga hita.  Yndislegt veður er þó hérna í Sardeníu yfir páskana og ætlum við að dvelja hérna í heimabæ tengdasonarins Sarrock.  Þó að heimafólkinu finnist hálfgerð stormviðvörun þá erum við í stuttbuxum og ermalausum bolum.  Tengdafaðir dóttur minnar veiktist nú samt þrátt fyrir 3 flíspeysur, húfu og arineld, en litlu ömmustákarnir mínir voru eins og kálfar að vori svo glaðir að geta labbað útí garð og leitað að eðlum, maurum og öðrum skemmtilegum dýrum. Þetta olli því að hann er kominn í öndunarvél sem blæs pencillíni og hóstar eins og stórreykingarmaður og getur varla gengið fyrir mæði. Þetta er hins vegar hinn hressasti karl sem gengur klukkutímum saman á morgnana fyrir sólarupprás en svona hefur veðurfarið misjöfn áhrif á fólk. 

Eins og mér hefur verið tíðrætt um þessa dásamlegu eyju og sérstaka fólkið sem hér býr með öllum sínum kreddum og hefðum, þá hef ég ekki áður orðið vör við "kukli" því sem við lentum í á markaðnum í gær.  Taka skal þó fram að þeir trúa á allskonar eins og bara við íslendingar og ég meina "kukl" eða kreddur er mismunandi eftir þjóðum.  Við fórum sem sagt á markað í Capoterra litlum sætum bæ og lögðum bílnum fyrir framan hús eitt og hafði tengdasonur minn það á orði að hann vonaði að bíllinn yfirði ekki farinn þegar við kæmum til baka.  Eftir að hafa rölt markaðinn og gert góð kaup, fórum við til baka og viti menn bíllinn var á sínum stað en út úr húsinu sem hann stóð fyrir framan kom lítil mjög krumpuð, brúnklædd kona og spurði hvort hún mætti snerta hendur yngra barnabarns míns, en það þykir boða gæfu.  Jafnframt tjáði okkur það að hún væri boðberi ógæfu og allt sme hún snerti fengi ógæfu í kaupbæti. Takk fyrir þetta kærlega og drengurinn  sem er algerlega óvarinn illum öndum þar sem armbandið hans sem á að verja hann slíku er slitið og ekki komið úr viðgerð.  Hún fékk ekki að snerta barnabarnið mitt.

Ég sagði "tengdó" fra þessu og bíð ég nú eftir því að hún mæti með vígt vatn og skvetti á okkur í tíma og ótíma.  Ég mun brynja mig með sundhettu og krumpufríum fötum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband