Ljóskan í eldhúsinu

Frægðarsögur mínar eru fáar í eldhúsinu og er ég alltaf laus allra mála þegar fjölskyldan heldur boð. Þú skalt bara smyrja flatkökurnar þú gerir það svo vel og ég viðurkenni að ég vanda mig eins og krakki við að hafa best smurðu flatkökurnar.  Ég hélt alltaf að ég væri ágætis kokkur en þegar fyrrverandi (skiljanlega) maðurinn minn neitaði að borða kótilettur sem varla sáust fyrir bruna og pipar, en mér þótti mamma alltaf svo mikill plebbi að krydda ekki nóg og steika ekki til dauða matinn, alltaf svo mikið hálfkák að mér fannst. Ég ákvað að vera með meiri "smartnes" í matargerð og gekk skrefinu lengra og brenndi allt! 

Ég var í gær að búa til blómkálssúpu frá grunni þar sem tengdamóðir mín var alltaf með svo flotta súpu og ætlaði ég að bæta um betur enda um fleiri krydd að ræða í dag en í þá daga. Ég notað leynitrikk af netinu red curry paste (átti reyndar að vera karrý) og sojasósu, og ég get sagt ykkur sjálf að Gordon Ramsey hefði tryllst yfir bragðinu.  

Ég ætlaði nú að "töfrasprota" þetta dæmi, því mér þykir svo flott að geta sagt ég notaði töfrasprota sem ég hef aldrei notað áður.  Fann hann inní skáp og setti í samband og byrjaði að mauka blómkálið ekkert gerðist og ég hamaðist á sprotanum og jú það skvettist alveg upp úr pottinum, en svo fóru að koma gráar plastagnir uppá yfirborðið og allt í einu þegar ég lyfti upp sprotanum kom lok fljúgandi á mig sem var einskonar hlíf fyrir þeytarann sjálfann. Ég týndi plastagnirnar bara úr það var ekkert svo rosalega mikið og engann skaðaði. Það er nóg til af súpu ef einhver er svangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband