1.8.2019 | 15:27
Sardenía með mínum augum
Oft finnst mér eins og ég sé komin langt aftur í aldir þegar ég er hérna á fallegu Sardeníu. Reglurnar eru svo allt allt aðrar en við þekkjum úr norðrinu og venjurnar ótrúlega gamaldags sumar hverjar og náttúrulega byggðar á allt annarri menningu og eins og þeir segja þá tilheyra þeir ekki Ítalíu þar sem þeir eru með sér fána og sitt eigið þing. Samt eru þeir hluti af Ítalíu þó þeir vilji láta kalla sig "Sarda" Ég er sennilega þessi óþolandi spuruli karlinn hérna því mér þykir þetta skemmtilega öðruvísi. Ég viðurkenni það að komast ekki í háhraðainternet er ekki alveg í lagi að mínu mati sem og svo margt annað sem mér þykir ótrúlega gamaldags.
Konurnar hérna vinna almennt ekki og mennta sig ekki heldur nema ein og ein sem skella sér í kennaranám, eða hjúkrunarfræði og vinna eftir námið. Ég spurði unga konu á 30 ára aldrinum hvað hún gerði allan daginn ein í stóru húsi meaðn maðurinn hennar stundar vinnu. Jú ekki stóð á svari: "brjálað að gera hjá henni allan daginn" þrífa og fara á ströndina og þar sem hún eldar ekki, þá þarf að fara í heimsókn til mömmu eða tengdamömmu á kvöldin að borða. Þessi unga kona hafði verið svo heppin að hafa vinnu en þegar hún gift sig og flutti í eigið hús sem þau ungu hjónin höfðu byggt sl. 12 ár þá þurfti hún að hætta að vinna og taka til hendinni við þrif og strandferðir. Hún á ekki börn, hefur ekki tíma til þess. Almennt vaknar fólkið hérna um 6 leytið á morgnana eða aðeins fyrr og fer í gönguferðir þar sem það er ekki hægt síðar um daginn þegar hitinn er komin yfir svona 30 gráður. Menn fara til vinnu og konur til þrifa og svo um 10 leytið byrja þær á matseldinni því húsbóndinn kemur heim í mat í hádeginu og þá eru tilbúnir 3 eða 4 réttir fyrir hann. Mér sýnist hérna á þessu heimili sem ég gisti á að konan geri ekkert annað en að þrífa og elda. Klukkan 4 er svo byrjað á 5 rétta kvöldverðinum og fjandinn hafi það, þær eru 37 kg með glossi....langar að berja þær allar!
Athugasemdir
Svona svona, glossið er létt!
www.zordis.com, 1.8.2019 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.