Fólkið í Mílanó

Mílanókonur eru tvennskonar, annars vegar þessar sem mæta í vinnu með strætó eða metró og klæða sig eftir veðri og svona frekar með tilliti til þæginda, svona gallabuxur, strigaskór og þessu blessuðu vattúlpum sem allir ítalir virðast eiga.  Þær eru þó allar í ítölskum merkjum og fágaðar í útliti allt frá Prada, Armani til Chanel, sem hinn almenni Ítali virðist alveg hafa efni á. Þessar konur eru oft frekar lítið málaðar og bara svona venjuleg meðalkona.  Hin tegundin er svo sú uppstílaða sem hangir á Duomotorginu, sem er dýrasta svæðið í Mílanó og sötra hvítvín, eða spritz og narta í eina og eina ólífu, þær eru undantekningarlaust mjög grannar, enda allir ítalir uppteknir af þyngd og á það jafnt við um karla og konur. Þær eru kallaðar ljóshærðar, þó svarta hárið sé litað og oftast nýklipptar og flott greiddar, enda vinna þessar konur ekki og sitja bara á kaffihúsunum milli þess sem þær versla í merkjavörubúðunum. Þær er líka oftast með burberryklæddan smáhund með glitrandi ól með sér og bera sjálfar svona um kg af gulli á sér. Þessar konur eru í háum hælum alltaf og hver annarri glæsilegri og flottari, með stútvarir eftir nokkrar aðgerðir á andliti og hrukkulausar.  Labbi maður framhjá aftur eftir 2-3 tíma sitja þær ennþá með glösin sín, en ekkert að borða, held að ef maður mundi spyrja þessar konur hvenær þær borðuðu súkkulaði síðast, þyrftu þær langan umhugsunarfrest. Held ekki að margar ítalskar konur leyfi sér slíkt á daglegum basa. Þú sérð ekki þessar konur snerta flögurnar sem fylgja með drykkjunum, nei eins og ég segi þær narta kannski í ólífurnar brot úr deginum.  

Ítölsku Mílanómennirnir eru annað hvort algerir plebbar (í augum íslendingsins sem er sjálfur svo smart) í merkjavörum þó, en eitthvað svo illa raðaðir saman. Þó eru flestir í merkjavöru þó ósmartir séu. Oftast í vattvestinu fræga. Meirihlutinn  eru þó eins og klipptir út úr tískublaði, hvílíkt stíliseraðir í flottum fötum, þessi typisku sólgleraugu, trefil, raðað hár og svo í þessum skemmtilegu vattvestum utan yfir allt jakkafötin líka. Karlmennirnir eru ekkert síður með Pradapoka eða Armanipoka og eru alveg jafn lengi að velja sér föt og taka sig til, ef ekki lengur.  Sem sagt viljirðu líta út eins og ítali, eru rayban/chanel/prada sólgleraugu must.

Vattúlpan þeirra fræga vel aðsniðin í mittið.

Stór Merkjavörupoki (ath. er margnotaður og einhverskonar stöðutákn) 

já og bara fullt af pening, eða kaupa þetta dót hjá sölumönnunum á 10 evrur og eiga á hættu að vera tekin.....svo er bara fínt að vera Íslendingur.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held ég haldi mér við að vera íslendingur frænka

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband