Fólkið á Sardeníu

Fólkið á Sardeníu minnir um margt á okkur íslendina, er svona frekar afskipt, mjög ólíkt ítölum frá meginlandinu, þar sem þeir skipta sér af öllu og eru helst með nefið ofan í manni, meðan pantaður er matur á veitingahúsi.  Menning þeirra og siðferði hefur alveg haldið sér óbreytt og tala þeir sardenísku, sem á ekkert mikið skylt við ítölsku í eyrum íslendingsins.

Sardeníubúar eru einstaklega lágvaxnir og er ég með mína 164 og 1/2 cm hávaxin hérna, sem er alveg dásamleg upplifun. Ég gnæfi yfir þá í strætó og líður eins og Gulliver í Putalandi, gæti vel ýmindað mér að meðalhæð kvenna hérna sé um 156 cm og karla ekki mikið  hærri en 170 cm. Þetta er mjög skrítin tilfinning að vera allt í einu orðin hávaxin á heilli eyju, en reyndar hef ég ekki farið um hana alla, en fólkið hérna í höfuðborginin Cagliari kemur mér svona fyrir sjónir.

Klæðnaðurinn hérna er um margt frábrugðin Mílanóbúum t.d. en hérna finnst enginn H&M búð, ekki mikið úrval af búðum svo sem, en allir ungir menn klæðast eins og það eru joggingbuxurnar gráu, sem voru á Íslandi fyrir margt löngu, þeir sem taka stælinn alla leið, eru í leðurlíkisjoggingalla og allir í íþróttaskóm, sem er náttúrulega mjög skynsamlegt. Ég hef aldrei séð jafn margar tegundir af íþróttaskóm og hérna á Sardeníu. 

Klæðnaður ungra kvenna er svo alveg sér á parti, en allar eru þær klæddar í leggings, eða gammosínur eins og við vorum með börnin okkar í og í þessum óhefðbundnu íþróttaskóm með hælum eða þykkum botni, ekki veitir af, þar sem þær eru allar eins og áður sagði  frekar lágvaxnar. Við þetta klæðast þær svo ítölsku vattúlpunum sem virðist vera eign hvers einasta ítala, þær eru oftast í mittisúlpum, og finnst manni skjóta skökku við að vera í dúnúlpu við sokkabuxur. Við þetta bera þær svo allar plasttöskur frá Armani Jeans í öllum litum. Ekki má gleyma kinnalitnum sem þær setja yfir allan vangann, hélt ég fyrst að þetta væri óvart, þar til ég sá allar með fölbleika litaða vanga.

Fólkið hérna á eyjunni er með mjög svona fornaldarlegan hugsunarhátt, eins og þessar hefðir sem þeir halda ennþá í. þegar þú ferð á matsölustað, þá eru flest borðin með karlmönnum sem eru kannski svona 12-16 saman og allir að borða og drekka. Ef pör eru saman að borða, þá er konan með vatn, nánast undantekningarlaust og karlinn með bjór eða rauðvín, hún fær sér svo kaffi, hann kaffi og limoncello. Einnig á flestum börum voru eingöngu útlendar konur með bjór, en þó svona ein og ein frá Sardeníu.   Þegar ég spurði Andrea vin minn frá Sardeníu, þá sagi hann, já konur drekka ekki, þú ferð ekki á barina hérna eins og í Mílanó, það yrði bara horft á þig eins og þú værir eitthvað skrítin og þegar ég spurði hann af hverju karlar væru alltaf einir úti að borða, þá sagði hann í 1. lagi, þá eru konurnar í megrun og í öðru lagi þá eru þær heima að passa börnin. Er það nema von að þær þrói  með sér fýlusvip frá því þær fermast og uppúr, ég spurði út í það líka og þá sagði hann mér að það viðgengist á Sardeníu að vera alltaf óánægð með það sem þú hefur, annars lítur út eins og maðurinn þurfi ekki að leggja harðar að sér með sambandið og getur hætt að kaupa gjafir handa kærustinni.

 

Ég fór ein á bar og pantaði mér kokteil og fór síaðan ein út að borða og fékk mér áberandi rauðvínsflösku með pizzunni og kaffi og limoncello á eftir þessu, ég  var meira að gera þetta til að mótmæla þessum fornaldarhugsunarhætti, en gat öllum verið meira sama...já held það, en það var glápt á þennan hræðilega alka sem ég var og gat mér verið meira sama.....já já alveg...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband