Hugleiðing fyrir jólin.

Nú eru jólalögin farin að óma á fullu á einni útvarpsstöðinni sem varð til þess að ég fór að hugsa hversu erfiður tími þetta getur verið fyrir fólk.  Ekki eru allir svo heppnir að vera í góðri vinnu, heilsuhraustir og með heilbrigð börn og fjölskyldu. En við gerum svo miklar væntingar til okkar sjálfra á þessum tíma, allt skal vera hreint, bakað og já það sem jólin snúast að mestu leyti um, kaupa og kaupa allskonar dót og glingur. 

Nú eru svo margir sem eru atvinnulausir og geta ekki keypt mat handa börnunum sínum, hvað þá jólatré eða gjafir, þá hlýtur það að vera mikill streituvaldur að fara í Kringluna, allt uppljómað og verslunarhvetjandi, en viðkomandi á ekki peninga. þannig að við ættum aðeins að staldra við og setja nú gjöf undir tréð í Kringlunni, hljótum öll að geta gefið okkur tíma og gefið eins og 1 gjöf til að gleðja barn, sem ekki býr við þann munað að fá fullt af gjöfum, eins og við höfum kannski getað gefið okkar börnum og það öryggi, og fegurð sem í jólunum felst fyrir barnshjartað. Spenningur jólanna þekkist því miður ekki allstaðar í barni sem hefur verið alið upp við drykkju foreldra og óöryggi, það barn er hugsanlega spennt, en sú spenna er ekki af eftirvæntingu til jólanna.

Þeir sem misst hafa ástvini og eru hugsanlega einmanna, þá er þessi tími mjög erfiður, þar sem jólin eru nú sá tími sem allir njóta samvista við fjölskylduna. Foreldrarnir sem misst hafa barnið sitt úti í heim fíkniefna og eða áfengis, jólin eru nú ekki gleðitími hjá þeim.  Ég held að við ættum aðeins að huga að þessu nú þegar jólin nálgast og vera góð við náungann og þá sem við vitum að eiga um sárt að binda, ekkert mál að kíkja í kaffi og dvelja smá stund hjá gamalli frænku eða frænda.

Er aðeins orðin væmin í dag, en það gera jólalögin.

Verum góð við hvort annað eins og Hemmi Gunn sagði og bless, ekkert jólastress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugleiðing og tímabær, þegar þessi tími fer í hönd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2013 kl. 18:46

2 identicon

Veit ekki hvað þú villt vita Gulla mín

inga Olafs (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 10:45

3 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Inga mín skil þig ekki, er ekki að reyna að fá að vita neitt..veit svo sem ekki neitt og kemst alveg af með það...er eitthvað sem þú vilt vita, sem ég get frætt þig um?

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 10.11.2013 kl. 11:07

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Falleg færsla.

hilmar jónsson, 10.11.2013 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband