Raunir ferðamannsins....

Ég er oft á flandrinu milli Íslands og Ítalíu og þar sem ekki er flogið beint þangað, nema yfir sumartímann þá þarf ég oftast að millilenda einhversstaðar og taka vél áfram til Mílanó.

Ég var að fljúga út sl.vor með einu lággjaldaflugfélaginu til Stansted í London, og var með 21.5 kg. en leyfileg þyngd er 20 kg, en þar sem handfarangurinn minn var ekki nema brot af því sem leyfilegt er, vonaðist ég til að sleppa við yfirvigt, en NEI! Það jafnast ekki út!

Þar sem ég fann pirringinn hjá stúlkunni við innritunarborðið vaxa við þessa fyrirspurn mína, þá ákvað ég bara að flytja þetta 1 og hálfa kg. yfir í handfarangurinn, en já það má ekki taka krem og ég var með slatta af sólarvörn sem vógu alveg slatta, en tók svo á endanum 1 hælaskó, hinn var fullur af kremum og svo tók ég þunga lopapeysu dótturinnar sem hafði gleymst á Íslandi og hélt á þessu í gegnum tollinn, og auðvitað var ég stoppuð. Af hverju ertu bara með 1 stk.hælaskó spurði tollarinn? "nú þessi skór bjargaði mér frá því að greiða yfirvigt svo ég tók hann bara með í handfarangrinum" svaraði ég (smá hrædd, gæti skór flokkast sem morðvopn?, ég mundi ekki afbera að missa þennan skó)

Luggage1

 

 Ok slapp í gegn á Keflavík en Gatwik...já þar gegndi öðru máli. Ég þurfti að umraða þar, því þú ferð ekki með nema eina tösku í gegn og hún er merkt með RAUÐU og reyndar ert þú líka rauðmerkt sjálf á "boardingpassanum" og það standa verðir sem fylgja því eftir að þú sért með 1 tösku og ekkert annað.

En þú mátt vera í fötum, sem og ég gerð, en það var frekar kalt á Íslandi, þannig að ég var í peysu og kápu, en nú þurfti ég að fara í lopapeysuna sem var sem smurð á mig, þar sem dóttirin er nokkrum (lesist mörgum) kg. léttari en ég, en ég hafði líka pakkað hælaskónum niður, því mér finnst ekkert smart að ferðast með sundrað skópar. (sem gætu einnig flokkast undir morðvopn). Ég þurfti í staðinn að taka jakka dótturinnar (sem smellpassaði EKKI) Ég gekk í gegnum tollinn eins og útbólginn Michelinkarl í frauðplasti og það lak af mér sviti og ég hafði þurft að troða veskinu í litlu handfarangurstöskuna (only one luggage) karlinn með röntgenaugun sá sem fylgdist með rauðmerkta fólkinu sem sagt "okkur lágfargjaldaliðinu".

michelin-man

 

 Það var því frekar sveitt, örlítið pirruð kona sem tróð sér leið gegnum þrönga ganga flugvélarinnar eldrauð í framan. Reif uppúr vösum blöð og bók (sem rauðmiðaeftirlitsgaurinn hafði sagt mér að henda) ég hlýddi ekki. Ég fyllti svo 2 box yfir farþegasætunum, með peysum og jökkum og svona allskonar dóti sem ég hreinsaði af mér. Úff hvað mér var heitt, en pantaði mér samloku og hvítvín, og las grein í nýkeyptu blaði sem fjallaði um að ákveðið lággjaldaflugfélag, hvers ég var að ferðast með, hefðu orðið uppvísir að því að hirða heilan gám af útrunnum samlokum og nota um borð. Úff hvað mér varð óglatt!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ansy Björg

hehe ert ekki orðin eins pró og ég, þar sem ég fer lámark í 2 peysum, jakka og stígvélum..með öll hleðslutæki í vasanum og með minnst 2 skó pör til skiptanna í hanfarangri! Heitt og alveg búin í höndunum eftir 1 flug :)

Ansy Björg, 17.10.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki nema von að sonur þinn lendi í alls kyns ævintýrum. Hann hefur vandræðagenið beint frá móður.

Þú myrðir mig stundum systir góð.

GARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2011 kl. 17:20

3 identicon

Anna þarna komstu með það hleðslutækjatrixið...vissi að það var eitthvað sem ég flaskaði á...Jenný mín..learn from the best, learn from me....

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 21:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið hefur þú verið sexí stelpa í allri þessari múnderingu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2011 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband