Garda /lago di Garda

Gardavatn er stærsta stöðuvatn Ítalíu eða uþb. 370 ferkílómetrar og er staðsett milli Lombardihéraðsins og héraðsins sem liggur að Feneyjum og liggur norðurhluti þess innan um háa Alpanna, en Pósléttan umlykur syðsta hluta vatnsins.Gardavatnið

Vatnið er einstaklega fallega blátt og útsýnið mjög fjölbreytt eftir því hvar maður er staðsettur. Í vatninu eru nokkrar eyjur, sú stærsta heitir Isola del Garda, og síðan eru minni eyjur eins og Isola dell´Olivo (Ólífueyjan) og Isola dei Conigli eins og hún er kölluð (Kanínueyjan) ofl. litlar eyjur.

Ég fór til Soiano del Lago við Gardavatn, með dóttur minni sumarið 2006, þegar Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð sem hæst. Við tókum lestina frá Milanó og er það tæplega klukkustundarferð í lest til Desenzano, sem er einn af fallegri bæjum sem ég hef komið til. Þaðan tókum við leigubíl uppí Soiano del Lago, sem er afar lítill bær með um 1500 íbúum, staðsettur í Brescia í Lombardihéraðinu.lake_garda.jpg

Ólífutré, Sedrusviður, pálmar og magnólíutré setja svip sinn á þetta svæði og aðkoman að hótelinu sem við gistum á sem heitir San Rocco, er í gegnum Ólífutrjálundi, þar sem allt var þakið í litlum netum meðfram vegum og göngustígum, enda var verið að tína ólífurnar af trjánum. 

san_rocco_sundl.jpg

Þarna á hótelinu var 5 stjörnu matsölustaður og var hann stækkaður verulega á föstudagskvöldum, þegar ítölsku fjölskyldurnar komu þangað með "family grande". Caprese salatið þarna smakkaðist einstaklega vel (einfalt og ferskt) og vínþjónninn valdi vín með hverjum rétt fyrir sig, fyrir okkur mæðgurnar og leið manni eins og maður væri eðalborin.san_rocco.jpg

.Olíur

Þetta frábæra íbúðarhótel sem við gistum á var rekið af móður og syni, en hann sá um rekstur hótelsins, sem minnti frekar á óðal, en mamman sá um framleiðslu á Ólífuolíu og sápum og öðrum afurðum ólífutrjánna. En þarna á lóðinni var lítil verksmiðja og verslun með ólífuolíu og ólífum og fleira sem þau framleiddu þarna fjölskyldan.

Við skelltum okkur inní litla bæinn daginn sem Ítalía var að spila og fundum lítinn bar eftir langa göngu, en engin strætó virtist ganga þarna og engir leigubílar voru heldur á svæðinu. Við fundum bar sem var reyndar sá eini í bænum og þar var stórt sjónvarp í garðinum og greinilega megnið af bæjarbúum mættir, en við vorum sennilega einu útlendingarnir þarna. En það var nú í góðu lagi, þar sem við héldum með Ítalíu. Að horfa á fótbolta með Ítölum er bara frábært, maður lendir inní einhverju andrúmslofti sem er svo töfrandi og óraunverulegt að það er eins og maður sé komin í annan heim. Allir klappa og garga og tala og steyta hnefann og rífast sín á milli yfir dómaranum og hinu liðinu sem EKKERT GETA....

 garda_hus.jpg

Þegar við báðum barþjóninn á staðnum að hringja á leigubíl, þá sagði hann okkur að það væru engir leigubílar þarna, en þar sem við höfðum haldið með Ítalíu, þá kallaði hann á einn gaur sem var þarna í rólegheitum að spila pool og skipaði honum að keyra þetta fólk heim á hótel, en viðskiptavinum er skutlað heim sagði hann...frekar vorum við hissa, en hrifnar að þurfa ekki að labba í myrkrinu, en það virðist sem þeir spari götuljós verulega á þessum slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt að taka þátt í múgsefjun fótboltans.  Garda hljómar svakalega vel   Feneyjar hafa alltaf verið ofarlega á listanum, Milanó að ógleymdir Sikiley.  Væri líka til að vera á Sardenia.  Tökum nokkra daga í eyjarnar!

www.zordis.com, 27.9.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Þórdís mig vantar Sikiley og Sardeniu...Feneyjar eru búnar og langar mig ekki sérstaklega þangað aftur, en var þar í 40 stiga hita og lyktin var EKKi góð...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 27.9.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband