22.9.2011 | 14:16
Ferðalög Ítalía 4/Milanó
Uppáhaldsborgin mín á Ítalíu er Mílanó, já kannski vegna þess að það er sú borg sem ég hef kynnst best, þar sem dóttir mín hefur búið þar undanfarin 4 ár. Það er eitthvað svo notalegt þar, þó um stórborg sé að ræða þá er hún heillandi í mínum augum, auðvelt að ferðast milli staða. Ja nema ef um verkfall strætóbílstjóra og lestarstjóra sé að ræða, sem gerist ansi oft á föstudagseftirmiðdögum, en þá er ekki svo langt að labba heim, þar sem þetta eru ekki svo miklar vegalengdir þarna í miðborginni.
Duomotorgið þarna sem dóttir mín veður í "konfetti" eftir Carnival í mars,(mér virðist alltaf vera einhverskonar Carnival í gangi, krakkar klæddir sem prinsessur og skógardýr) er skemmtilegt torg og alltaf fullt af lífi þar og einnig er sú fallegasta kirkja sem ég hef komið í Duomokirkjan staðsett á torginu. Já mér finnst hún fallegri en Péturskirkjan í Róm og einnig Markúsarkirkjan í Feneyjum. Hún er hæfilega stór og alltaf finnst mer nú nauðsynlegt að koma þarna aðeins við í hvert sinn sem ég heimsæki Milanó
Núna er tískuvika í Milanó og verið að sýna kvenfatatískuna fyrir 2012 og er þá eins og borgin fyllist af fallegu fólki, það er alveg frábært að sitja við Duomotorgið og fá sér kaffi eða hvítvínsglas, jafnvel þó það kosti þrefalt meira en í næstu götu, enda þjónarnir oft allt að því hanskaklæddir og í kjólfötum (það kostar líka að vera fínn) það er eins og maður sé á tískusýningu utandyra og keppist fólk um að vera sem best til fara, labbandi með Armani og Guccipokana sína frá San Babila að Duomo.
Skemmtilegasti matsölustaðurinn sem ég hef farið á er Trattoria Toscana, sem er við Corso Lodi, en þar er frábært að koma að hurð sem lætur lítið yfir sér frá götunni, en þegar inn er komið, labbar maður í gegnum eldhúsið (ætli íslenska heilbriðgiseftirlitið mundi samþykkja það) og þá er komin stærðarinnar matsalur sem er að hluta til undir glerlofti og að hluta til úti, og barinn er svo alveg undir beru lofti, með voldugum sófasettum og er þakinu þá rennt yfir ef rignir, en trén njóta sín vel þarna inni/úti.
Þarna er mjög vinsælt að fá sér aperitivi, sem er allsráðandi í Milanó milli 6-22 á kvöldin, en þá bjóða staðirnir uppá smárétti sem fylgja hverju keyptu glasi á staðnum.
Við höfum líka farið þarna að borða ef eitthvað skemmtilegt er um að vera, eins og þegar dóttir mín útskrifaðist úr IED sem gerir henni kleift að gera fólk smart fyrir myndatökur og tískusýningar og er hún nú önnum kafin við að "raða fólki rétt saman" hjá CK sem hún vinnur hjá í Mílanó núna á tískuvikunni sennilega draumur allra stúlkna með tískuvit.
Buenos Aires er rosalega skemmtileg gata, alltaf fullt af sölukörlum og blómasölum og hægt að gera góð kaup hjá Kínversku skósölumönnunum, sem koma út úr Kínahverfinu sem ég mun gera skil síðar, en það er ótrúlegt að fara þangað og vera komin í allt annan heim inni í miðri Mílanóborg.
Hérna var verið að hefja verslunarferð á Buenos Aries, en þar eru hæfilega stórar búðir eins og H&M. Mangó og Zara og Kikó snyrtivörubúðin sem er frábær og ekki spillir verðið fyrir, en þar sem þetta er ítölsk framleiðsla þá kostar allt svona 30% af því sem við íslensku konurnar þurfum að borga fyrir snyrtidót hérna heima.
Ég elska menninguna í Mílanó, Aperitivikúltúrinn og matinn og kvöldstemminguna sem er allsráðandi öll kvöld vikunnar og hvernig kúltúrinn er mismunandi eftir svæðum. En ég mun gera því skil síðar og segi bara Ciao tutti!!!
Athugasemdir
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og las (heilinn í mér er lasinn og sjálfstæður) já, hann las "aperitivi KÚRINN" jabadaba hehehhe
Milano er ein af þeim borgum sem mig langar að kíkja til. Eins og ég elska Ítalíu í sálinni þá hef ég bara komið til Síkiley, jú, jú það var um það bil sem Etna gaus fyrir svo og svo mörgum árum.
www.zordis.com, 22.9.2011 kl. 14:38
Þú ert búin að gera mig Ítalíukreisí systir góð. Vinnum í Lotto og drífum oss.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2011 kl. 14:47
Það ætti nú ekki fyrir mér að vefjast að skella mér með ykkur til Ítalíu sem leiðsögumaður, en eini staðurinn sem ég þarf að skoða fljótlega er Sikiley, en væntanlega hefur Etna gosið fyrir þig Þórdís min, og Jenný mín tek þig með næst. Ég hef prufað þenna aperivtivikúrin og hann virkaði ekkert rosalega vel, en then again, þá var mér alveg sama. Hick...
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.9.2011 kl. 15:18
Ókí, bíð fallega eins og mín er von og vísa. Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2011 kl. 18:05
Etna var að derra sig fyrir stelpuna. Glimmrandi ferð og mæli með ferð í Taormina þar sem við getum slegið á munnhörpurnar og plokkað sítrónur af trjám til limonchello gerðar, svona homemade úr litla kósý bungalównum ....
www.zordis.com, 22.9.2011 kl. 20:23
Gusla, er búin að vera að setja Chippendales kallana (eða vottever) inn á athugasemdakerfið hjá þér en tekst ekki. Hei, vita systur okkar af blogginu þínu? Þarft að hringja í þær og láta þær vita.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2011 kl. 20:47
Yndislegt að lesa um Ítalíu mig langar þangað.
Ingunn Baldursdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.