Er hefndin er sæt?

Óskemmtileg var uppákoman sem ég lenti í ekki alls fyrir löngu, en veit ég vel að ég er svolítið ónett (lesist brussa) já og á það til að vera örlítið fljótfær og hvatvís (lesist óforskömmuð) Ég var stödd á skemmtistað og lenti í því óskemmtilega atviki að þurfa að hella bailysdrykk yfir mann, en hann var svo leiðinlegur að hjá því varð ekki komist (ég tek það fram að það var hans glas). Hann hafði móðgað mann og annan, þannig að þetta var eiginlega það eina í stöðunni til að lækka í honum rostann, en ég er kona athafna og bregst við af fullu afli ef þurfa þykir.

Prinsessa

Ég gekk síðan hnarreist full réttlætiskenndar með þetta "voðaverk" mitt í burtu til að fara á barinn, meðan verið væri að þrífa upp þetta klínstur við borðið, ekki vottur af skömm í brjósti mér.  Ég var í mínu fínasta pússi, rándýrum nýjum kjól og mjög hælaháum skóm sem ég þurfti alveg að vanda mig við að ganga á.

Hitti ég gamla vinkonu þar sem ég stend við barinn eilítið í skugga, vildi vera örugg með að fá ekki yfir mig drykk, (maður veit jú aldrei hvað fólk tekur uppá, já  muna að drekka bara gin í sóda) þar sem við stöndum þarna spjallandi  sé ég ekki einhvern illa fullan mann koma í loftköstum niður tröppurnar með fullt rauðvínsglas í hendinni og vildi ekki betur til en svo að hann  lenti á mér, glasið tæmdist yfir hár og andlit og lak hratt og örugglega á rándýra kjólinn minn og ég hentist út í hrufóttan vegg og hjó næstum ermina af við öxl og kjóllinn var eins og gatasigti á annarri hliðinni. Hvað er líka verið að gera með svona stórhættulega veggi á almenningsstöðum?

"þarna skall hurð nærri hælum" sagði hinn "fljúgandi skemmtikraftur" og brosti glaður, "glasið brotnaði ekki einu sinni" en þegar hann var að standa upp aftur notaði hann mig sem vogarstöng og ég þetta líka fisið sem ég er eða þannig, hentist á gólfið með þeim afleiðingum að hællinn fór undan öðrum skónum mínum.

Skór

Þegar ég kom til baka störðu allir við borðið mitt (líka beilísgaurinn sem glotti) og var ég spurð hvort ég hefði lent í árekstri. Ha árekstri! sagði ég móðguð, nei ég fékk 120 kg. mann yfir mig og 1 rauðvínsglas og eitt stk. vegg og kannski má kalla það árekstur en ég er alla vega farin heim, svaraði ég snúðugt.

Ég gekk í burtu teinrétt í baki með hárið í rúst, kjól í henglum á einum hæl, reyndi mitt besta að halda ermi við öxl, og halda kúlinu. 

Leigubílstjórinn spurði hvort ég vildi fara uppá Borgarspítala. Nei takk!  Farðu með mig heim sagði ég mjög yfirveguð  og hugsaði með mér, er hefndin sæt? Ekki fyrir mig, en mun þó fara varlega með áfenga drykki í framtíðinni og ekki spilla þeim á fólk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ILMAO

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 10:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

In case ef þú skilur ekki þessa frábæru skammstöfun my darling sister þá er ég að segja IM LAUGHING MY ASS OF. Jaja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 10:59

3 Smámynd: www.zordis.com

O.m.g.  Ég heyri í þér alla leiðina Suðureftir hehehehe ....  This is karma baby, KARMA.

Reyndu að vera ekki svona ógeðslega fín næst! 

www.zordis.com, 21.9.2011 kl. 11:08

4 identicon

Þú drepur mig með smekklegheitum og þokka þínum Gulla x)

Helena Kristins (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 11:44

5 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Gracie molto....já Þórdís ég veit það, ég er hávær, en að ég heyrist til Spánarstrandar er ábending um að lækka mig um 13 desibil...takk Helena mín..Jenný þakka kennslu í skammstöfun....oao (over and out "míns eigin uppfynning)

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 11:58

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 15:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallú. Meija.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 20:03

8 identicon

Guðlaug þú drepur mann með lýsingum þínum.

Ingunn Baldursdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband