11.8.2023 | 12:32
Sjúklingar í fríi.
Ég hef áður og oft skrifað um fíkla og úrræði þeirra til að ná heilsu sinni aftur eða öllu heldur úrræðaleysinu. Þegar fólk er loksins tilbúið að leita sér hjálpar þá eru lokaðar dyr allstaðar. Ég fór einu sinni sem oftar núna uppá Von þar sem maður getur pantað viðtal hjá ráðgjafa fyrir aðstandanda minn og okkur fjölskylduna en fíknisjúkdómur herjar á heilu fjölskyldurnar og er raunverulega geðheilsa allrar fjölskyldunnar undir. Nú það var lokað!!
það er sumarfrí og opnar aftur 15 ágúst. Takk fyrir kærlega! Ég er ekki ókunn fólki með slæma bráðasjúkdóma og missti 2 fjölskyldumeðlimi á þessu ári úr þeim. Það sem bjargaði geðheilsu minni og fjölskyldunnar var hvað þau voru bæði í góðum höndum og bara ef þau veiktust óeðlilega þá kom einfaldlega sjúkrabíll og manni var létt vitandi að nú væri viðkomandi algerlega öruggur.
Þar sem ég stóð þarna frekar hneyksluð og hringdi inná Vog og kannaði hvenær von væri á að minn maður kæmist inn sem verður hugsanlega í nóvember, þá heyrði ég á tal ungs pars sem voru væntanlega í sömu erindagjörðum og ég að fá hjálp fyrir sig og sína. Eftirfarandi stakk mig svo í hjartað að ég ákvað að setjast niður og tjá mig eins og maður gerir: " Heldurðu að við getum ekki fengið sumarbústað og farið bara 2 i afeitrun með niðurtröppunarlyf" sagði stelpan við vin sinn. Það dó eitthvað inní mér, krakkar já eða börn, kannski að reyna að snúa við eftir ævintýri sumarsins og þá verður að vera eitthvað battery sem grípur barnið áður en það er orðið of seint. Ég hef sjálf afeitrað einstakling og er það nú ekki til eftirbreytni skal ég segja ykkur. Ég reddaði mér einhverjum ólöglegum lyfjum (skv. læknisráði) og gaf viðkomandi en oftar en ekki þurfti ég að hringja á sjúkrabíl sem komu þá í lögreglufylgd vegna ástandsins.
Ég er orðin svo leið á þessu að það skuli ekkert vera að gert til að bæta þetta, held að Willum Þór þurfi nú að hysja upp um sig buxurnar og hlusta og lesa sér til um raunveruleikann þ.e. hversu margir deyja á þessum biðlistum. Ekki bara fíklar og gamalmenni sem hvergi eiga pláss í þjóðfélaginu, heldur gefur fjölskyldan sem öll byrgðin er á sig á endanum.
Sem ég segi áður og oft; "Gerum eitthvað áður en við missum börnin okkar í gröfina"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.