30.11.2022 | 13:56
Frábæra heilbrigðiskerfið okkar!
Nú er ég kjaftstopp!! Gerist ekki oft. Þannig er að ég á ættingja sem var svo óheppinn að fá ólæknandi blóðsjúkdóm og var hann búin að fara uþb. 20 sinnum á bráðadeildina með 50% blóð og fékk blóð og sendur heim. Ekki virtist vera mikil áhersla lögð á að finna ástæðu blóðleysisins. Hann bjó á 5 hæð í lyftulausi húsi og tók það hann tímana 2 að labba upp en þegar hann var orðin blóðlaus aftur eftir vikuna þá þurfti hann einfaldlega að hringja á sjúkrabíl þar sem hann treysti sér ekki niður sjálfur.
Nú hann fær greiningu í júlí með ólæknandi bráðahvítblæði og fór í meðferð og fékk heimili á sjúkrahótelinu. Viku og viku í senn og sagði hann upp sínu húsnæði, enda ekki fær um að komast þangað upp.
Nú dró mikið af honum og hann endaði í hjartastoppi og öndunarvél og var haldið sofandi í 12 daga og fór síðan á blóðmeinadeildina. Hann hefur verið að braggast smátt og smátt, eins og hægt er að braggast með beinverki öllum stundum og ólæknandi sjúkdóm. Hann gisti náttúrulega á spítalanum í 3 til 4 vikur og fékk síðan aftur að fara á sjúkrahótelið. Nú hann hefur víst dvalið of lengi á þessu sjúkrahóteli skv. staðli einhvers súlurits (verst hvað þetta hvítblæði er ekkert að taka tillit til plássleysis) og var gert að yfirgefa herbergið sitt í dag,. Veit ekki hvort einhverjir hafa lent í að leita að leiguhúsnæði en það er bara EKKI neitt að hafa ekki kjallaraholu, ekki einu sinni geymslu.
Í dag er hann hálfnaður í meðferðinn þessa vikuna sem fer mjög illa í hann með tilheyrandi ógleði og almennum slappleika og er hann fársjúkur af meðferðinni og þurfti að pakka niður dótinu sínu og flytja í bílinn sinn. Þar er hann nú.
Er með þessu verið að reyna að fækka fólki á biðlistunum, látum þennan deyja í bílnum úr kulda, tekst sennilega ekki það er of gott veður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.