9.5.2022 | 14:09
LSH og bílastæðin
Ég fór einu sinni til Búlgaríu sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað ég fékk svona tilfinningu í dag á LSH Hringbraut sem hefur setið í mér í ein 30 ár þegar ég lenti í veikindum í Búlgaríu þess tíma og þurfti að fara í sjúkrabíl á heilsugæsluna og viti menn það var innakstur bannaður á einu leiðinni inn að heilsugæslunni svo auðvitað borguðum við bara löggunni sem stóð við "innakstur bannaður" merkið og safnaði í sjóð.
Nú ég var síðan flutt frá sjúkrahúsi með sjúkrabíl á flugvöllinn og það reyndist nú ekki gæfulegt, þar sem allskonar farþegar voru teknir með, ekkert verið að keyra með sjúkling einan í þessum stóra bíl. Nú ég var eins og rakvélablað uppá rönd í sjúkrarúmi og allt fullt af Búlgörum á leið til vinnu. Þeir stoppuðu víða til að hleypa út fólki og stoppuðu líka á bensínsstöð og sóttu sér bensín og kaffibolla, alltaf með mig í bílnum.
Nú víkur sögunni að hinu löngu sprungna LSH, en þangað fór ég í morgun á bíl með merki fyrir fatlaða, þar sem ég var að sækja veikan einstakling úr krabbameinsmeðferð. Nema hvað að það var hægt með góðu móti hérna í síðustu viku eða svo að skvísa inn 4 bílum í 2 þar til gerð stæði fyrir fatlaða, en nei nú var búið að setja steypuklumpa svo fólk væri nú ekki að troða sér í stæði. Það er með öllu ómögulegt að fá stæði þarna þar sem gert er ráð fyrir svona 30 manns hámark og þá líka á fæðingardeildinni. Ég fór inn eftir að hafa lagt bílnum í brekku, an það gefur auga leið að ekki er gott að skondrast með hjólastól og veikan einstakling bæinn á enda þar sem laus stæði eru. Ég hljóp inn og sótti aðilann í hjólastólnum en hafði þá að sjálfsögðu verið rukkuð vegna ólöglegrar lagningar.
Þetta veit ég að allir sem eru á fæðingardeildinni og geta ekki hlaupið út á nokkra tíma fresti fá gjarnan svona glaðning með nýja barninu.
Mér þykir þetta ekki smart og ef LSH getur ekki hundskast til að hafa stæði svona sirka í sama póstnúmeri og spítalinn er, þá endilega skoða það að hafa rútur til og frá stæðum. Við erum ekki alltaf nógu heilbrigð til að taka göngutúr á leið í læknismeðferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.