6.8.2021 | 08:36
Covid hér og þar
Þegar ég kom á flugvöllin hérna í Búddapest þá var eins og Covid væri eitthvað sem enginn hefði heyrt um alla vega var enginn með grímu nema svona útlendingar eins og við og engar sprittstöðvar sjáanlegar. Við héldum áfram til Miscolc sem við ætluðum að gista í 2 vikur hjá tengdasyni mínum. Hann mætti í próf daginn eftir og var neikvæður og fór svo að vinna daginn eftir. Portúgalskur Covidspreðari var á skrifstofunni hans og þegar tengdasonur benti honum á augljós einkenni Covid sagði hann að þar sem hann fór í sund um helgina hefði hann væntanlega náð sér í heiðarlegt kvef. (mjög líklegt í 39 stiga hita). Tengdasonurinn var með grímu þann daginn á skrifstofunni einn manna. Daginn eftir var hann sendur í próf og síðan heim og fékk hann einhver flensueinkenni í kjölfarið. Hann reyndist neikvæður en allir á hans skrifstofu voru með covid. Ætlar svo einhver að segja að grímurnar geri ekkert gagn.
Nú í kjölfarið varð ég veik og taldi mig í það minnsta með Covid og til vara massíva lungnabólgu. Ég fékk 20 stk. pcr prófa og reyndist neikvæð að Covid og bíð ég nú svara með lungnabólguna. Ég á það reyndar til að vera með dass af dramatík, hef farið 3svar á spítala með gervihjartaáfall og þegar gömul íþróttameiðsl tóku sig upp í hné og ég kíkti á lækni þá gerði hann smá grín að mér og sagðist þurfa að setja mig í gifsbuxur og spengja á mér hálsinn sem mér þótti eðlilegt miðað við verki. Hann sendi mig þó "bara" í aftöppun á vökva úr hné. Ég er samt töffari að eðlisfari en er haldin þessari hörmungarhyggju og byggist hún því miður á reynslu minni
Nú hérna í búðunum morar allt í svæðum með brauðum og kleinuhringjum sem fólk veður í með skítuga putta nota ekki tangir einu sinni og hérna í Miscolc hef ég séð einn með grímu utan okkur fjölskylduna.
Meira um meint veikindi síðar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.