24.7.2021 | 10:37
Tískan í Miskolc
Það er alltaf gaman að koma til nýrra staða og skoða mannlífið, fólkið, klæðnaðinn og ekki síst hollninguna á fólki. Í Slóvakíu var fólk almennt mjög grannt og mjög alvörugefið og frekar fúllynt á manninn. Eins og þau væru sliguð af áhyggjum og burði með allar heimsins áhyggjur. Gæti verið áhrif fyrri tíðar eða kannski vegna þess að barirnir voru ennþá neðanjarðar og þurfti almennt að labba inná veitingarhús og ef maður vildi hlusta á tónleika eða fá sér vínglas (sem var venjulega ekki til) þá þurfti maður að bogra inní rými neðanjarðar. Tónlist má ekki ennþá spila á götum eða í görðum bara neðanjarðar alla vega í Nitra borginni sem ég var gestur í.
Hérna aftur á móti í Miskolc er glaðlyndara fólk vel í holdum minnir gjarnan á sum ríki í Bandaríkjunum, enda kannski ekki að furða það eru hugsanlega 5 til 10 metrar á milli ísbúða hérna og eru ansi margir labbandi um með ísa hérna á götunum, börn sem og fullorðnir.
Eiginlega er eins og að vera staddur í miðju "krúinu" af Bold and Beutyful. Allar konur með einstaklega mikið og túperað hár, og er hvert hreiðrið af fætur öðru ofan á hausnum á þeim, en líka er snjákahvítt hár, fjólublátt, blágrænt og bleikt í tísku hérna.
Hollningin er sem sagt mismunandi eftir löndum og er eins og vanti hálsinn á marga karlmenn hérna sem eru náttúrulega slavneskir í útliti en virðast eins og hausinn hafi bara verð skrúfaður á búkinn og ég er með verulegar áhyggjur ef þeir fengju skjaldkyrtilsvandamál.
Tískan já hún er dásamleg og mjög litrík eins og maður sé staddur inní sælgætislandi, hvítar buxur með bleikum blómum eru sem sagt mjög vinsælar. Ég elska að sitja á kaffihúsunum hérna í kring og horfa á mannlífið sem er vægast sagt fjölbreytt og litríkt og tískan alveg sér á parti. Sá eina konu í gær í LV gerfidressi sem var samfestingur svartur að aftan en að framan var hann með áteiknuðu belti, hálsmeni, skyrtu og buxur allt í einu fatastykki. Skórnir voru þó ekta Crocks skór og ekki fastir við samfestinginn. Þessi snót var vel í holdum og svo glaðleg og dásamleg að mér fannst dressið bara nokkuð flott. Ekki að ég ætli að kaupa mér svona stykki finnst alltaf smá feik að geta ekki haft beltið allan hringinn nei bara svart bak. Vantaði heildarlookið!
Kveðja frá tískulöggunni í Miskolck
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.