Sardenískir siðir og trú

Sinn er siður í hverju landi er orðatiltæki sem á vel rétt á sér.  Á Sardeníu er svo margt öðruvísi en við eigum að venjast.  Þeir eru svolítið gamaldags en úrræðagóðir og bera með sér þekkingu frá forfeðrum og miðla til yngra fólksins.  Þannig benti tengdasonur minn mér á einu sinni þegar ég brenndi mig á kertastjaka sem sprakk í höndinni á mér að setja brenndu fingurna og nudda hársvörðinn með þeim sem var mjög vont til að byrja með, viti menn það lagaði brunaverkinn.  Síðan þá hef ég verið spennt fyrir allskonar nýjungum eða réttara sagt eldgömlum hefðum sem þeir hafa uppá að bjóða. 

Húsfreyjan á heimilinu hérna hafði dottið og meitt sig á fæti og var talsvert bólgin og á meðan ég hefði fengið mér bólgueyðandi pllur og sett fótinn uppa púða þá tók hún hveiti og rauðvín og hrærði saman og penslaði síðan á sér fótinn og pakkaði honum inn í bökunarpappír.  Þetta hjálpaði en þó ekki nóg svo nú þurfti að grípa til örþrifaráða og fara í sterkari efni.  Þá þeytti hún eggjahvítu og niðurraspaða sápu (má alls ekki nota fljótandi) og þessu var síðan penslað á fótinn og haft yfir nótt að sjálfsögðu innpakkað í bökunarpappír. Hún er svo miklu miklu betri hefði samt viljað fara bara strax í eggjahvítuna, hitt gerði ekki nægjanlegt gagn.  Mér sýndist hún þó haltra í morgun en hún segir það sé bara göngulagið sitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband