Það sem maður þarf að vara sig á í Kína

Það er margt mjög skrítið hérna í Kína og öðruvísi en við eigum að venjast, það er nánast ekki hægt að fara í búðir, það er nánast ráðist á mann með hjálpsemi reikna ég með, þar sem ég skil ekki neitt og svo eru teknar upp myndavélar og barnið myndað hægri vinstri og kallað á alla sem vinna í næstu deildum að koma og skoða fyrirbærið með stóru augun og fólk er ekkert að hika við að pota í hann og fikta í hárinu og fótunum hans. 

Hérna sér maður alveg 5-6 saman á mótorhjóli og mótorhjól með svo mikinn farangur að það sést ekki í ökumanninn og maður bíður bara eftir því að hjólið fari á hliðina, en þeir eru snjallir að halda þessu uppi og verður maður bara að passa sig að vera ekki fyrir, því annars er voðinn vís og ekkert heyrist í þessum hjólum þar sem þau eru öll rafknúin.

Hérna í Nantong virðist vera lítið um útlendinga og maður þarf að vera smá frekur og leyfa þeim ekki að pota í börn og mann sjálfan og taka myndir af manni og maður þarf að leysa upp hringinn sem þeir búa til í kringum mann óhræddur. Líka þegar þeir troðast fyrir framan mann og nánast henda manni útaf sporinu, þá þarf maður að láta heyra í sér. Þeir láta alltaf heyra í sér og bílamenningin hérna er stórkostlega hávaðasöm, en það er eins og þeir noti flautuna bara af því bara. Það er enginn að virða umferðarreglur hérna, svo maður verður að þjóta á milli bíla á grænu, því þeir "taka réttinn" ef einhver er.

Það er undantekning nánast að fá vörur sem eru ekki útrunnar hérna í Nantong alla vega, mér var nú bent á þetta af vinkonu sem sagði mér að passa uppá dagsetningarnar hérna og þegar ég fór að skoða var allt útrunnið í ísskápnum og öllum skápum, svo öllum ávaxtaskvísum barnsins var hent, hitt var prufað og síðan hent. Í búðinni í dag var verið að kynna þessar líka flottu lúxuspulsur, en já þær runnu út í feb. sl. ekki svo mjög gamlar en samt nógu aldraðar fyrir unna kjötvöru.

Vatnið er varasamt og skal ekki drekka það ósoðið og meira að segja er manni bent á að bursta ekki tennurnar úr vatninu. Einnig er sagt að ávextirnir séu varasamir vegna skordýraeiturs en ég nenni nú ekkki að hlusta á það, veit ekki betur en við kaupum frá Asíu allskonar ávexti, svo ég tek sjensinn. Læt ykkur vita ef ávöxtur verður mér að falli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börnin labba að þér, og segja "wei guo ren, wei guo ren".  Það er marg alveg frábært í Kína ... nánast draumaland.

Læra skaltu tungumálið, þetta er fallegt tungumál og á sér marg til góðs.  Ef þú vilt kaupa eitthvað vestrænt, þá er franska "Callefur" á mörgum stöðum.  Það finnst líka "Wall mart" í Kína, af öllu mögulegu.

Kínverjar elska börnin, af því þeir fá bara að hafa eitt barn.  Þeir elska líka hárið á barninu þínu, af því það er ljóst og mjúkt.  Þeirra er svart og hart ... Kínverjar eru gott fólk, sem maður getur auðveldlega átt samleið með.  Njóttu tímans.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 18:05

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Bjarne ég er svo sammála þér, þetta virkar allt mjög gott fólk og einstaklega almennilegt, er rétt hjá þér að það er slæmt að skilja ekki málið, en held ekki að ég nái að læra það á þessum nokkru mánuðum mínum hérna. En þar er skýringin komin á athyglinni sem barnið okkar fær. Magnað! Ég nýt mín og finnst gaman að skoða hvað er öðruvísi, en það er partur af því að ferðast til framandi landa. Takk fyrir ábendingarnar þínar.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 27.8.2017 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband