Nantong Kína

Hérna í Nantong erum við að byrja að fóta okkur betur og átta okkur á staðháttum og svona allskonar sem við vorum óviss með fyrst, hvað er í lagi að  borða, hvað má drekka og hvað er í lagi að gefa barninu að borða.

Kínverjar eru afskaplega brosmildir og glaðir svona almennt, brosa og klappa höndum yfir okkur útlendingunum, sem stingum hérna verulega í stúf við alla.  Hérna er allt mjög hreinlegt og hef ég ekki séð hundaskít síðan ég kom hingað, frekar en tyggjó eða drasl á götum. Hérna virðist vera hlutverk eldri kynslóðarinnar að sópa göturnar og er fólkið oftast með svona kínastráhatta til að forðast sólina og strákústa til að sópa göturnar.

Þeir eru strangheiðarlegir og reyni maður að gefa þjórfé fær maður það bara til baka eins og maður hafi einfaldlega gert mistök, nema stöku leigubíll. Það kostar svona frá 150 ísl. krónum að koma sér í bæinn með leigubíl og undir 500 kr. að koma sér í stærsta mallið sem er svona í 25 mín. fjarlægð hérna, svo leigubíll er farartækið okkar hérna í Kína.

Hitinn er nú að lækka aðeins og er komin niður í 25 gráður, rakinn er þó um 90% svo menn eru sveittir við leik og störf. Það sem mér þykir skrítið er að hvergi er hægt að setjast niður og fá sér hvítvín, bjór eða kaffi, það eru tedrykkjustaðir, og staðir með te og ávöxtum hrist saman, en hvergi er hægt að setjast niður og fá sér bara að drekka í mollum og slíkum stöðum. Verður maður bara að venja sig á að drekka te, gengur ekki vel hjá mér. Ætla nú samt ekki að gleyma Starbucs sem er í öllum verslunarmiðstöðum, en þar hef ég ekki haft heppnina með mér. Bað um ískaffi og fékk expresso með klaka og bað svo um kaffi með bragði, fékk te með passionbragði. Gott var það ekki, en venst ekki te eins og rauðvín bara? Læt ykkur vita.

Hérna í Nantong eru sprengdir flugeldar daglega og þegar ég spurðist fyrir um ástæðuna þá var mér sagt að þetta væri gert til að fagna.  Brúðkaup, afmæli, íbúðarskipti og breytt vinna eru sem sagt allt ástæður þess að flugeldar eru sprengdir upp svo í rúml. 7 millj. manna borginni Nantong er flugeldasýning frá morgni til kvölds. Skrýtið á morgnana en fallegt á kvöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa og ég kannast við þetta allt sem þú segir, meira að segja með Starbucks, en ég bý í Nanning, syðstu höfuðborg Kína, sem er álíka stór og Nantong sýnist mér. Og eins og ég segi, allt sem þú segir passar við mína upplifun hér. 

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 16:31

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Gaman að heyra það, en hérna er ljúft fólk og gott að vera og svo fallegt alveg dásamlegt.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 5.10.2017 kl. 07:50

3 identicon

Gaman að heyra af ykkur Gulla mín og eitthvað fyrir mína að hafa flugeldasýningar alla daga 🎇. Jú jú það er alveg hægt að læra að drekka te🤗

Knús og njóttu áfram 😘

Elín Ósk (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 08:51

4 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf gaman af fegurð og nýrri menningu.  Skal vel trúa því að það taki tíma að læra á eitthvað sem er jafn framandi og Nantong með sína milljónir íbúa sem allir brosa og skjóta upp flugeldum.  Þetta er staður að mínu skapi.  Njóttu en komdu heim til Spánar fljótt.

www.zordis.com, 5.10.2017 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband