Þvegillinn svikuli!

Ég lenti í því í febrúar að þurfa að láta þrífa gang og þvottahús ásamt smáþrifum í eldhúsi og baði í íbúð foreldra minna, vegna sölu á henni eftir andlát þeirra. Við fjölskyldan höfðum gert okkar besta, enda alvanir "þrifarar" þar á ferð en þannig var að foreldrar okkar reyktu í íbúðinni, svo þetta var allmikið verk. Nú við gáfumst upp eftir 3 herbergi, stofu, og þá var gangurinn, hluti baðs og eldhúss eftir sem og þvottahúsið.  Við fundum þessa líka flottu þjónustu á netinu hjá fyrirtæki sem heitir Þvegillinn og þetta væri nú ekki mikið mál, 20þús plús eða mínus, hugsanlega allt að 30 þús. gaf "þrifmaðurinn" okkur upp, nú við mættum og hleyptum honum inn og skruppum svo frá og komum síðar um daginn. Mikil urðu vonbrigði okkar við að sjá að brúnir taumar lágu niður alla veggi á ganginum. Hringdum í "þrifmanninn" og lofaði hann að koma aftur við en benti okkur þó á að honum þætti okkar þrif ekkert betri en sín. Við vorum ekki sammála og kom hann daginn eftir og við hleyptum honum inn fórum í eina búð og komum aftur á innan við hálftíma. Jú allir farnir, gólfið rennblautt og brotinn ljósakúpull í ganginum. Við þurrkuðum upp vatnið hringdum í manninn og spurðum um lokaverð, jú hann hafði verið 12 tíma (okkar tímatafla sagði 4 tíma) og verðið 30 þús. Svo kom reikningurinn og hljóðaði hann uppá 73þús. Við tóku nokkur kvalarfull og í meira lagi vandræðaleg símtöl við konu sem skellti á í annað hvort skipti, þegar við sögðum að "þrifmaðurinn" sjálfur hefði sagt hæsta lagi 30 þús. jú þetta var með vask og allskonar og miklu meiri þrif en til hafði staðið. Ég er mjög róleg að eðlisfari og hef unnið við innheimtumál í mörg ár, trúði ekki alveg systrum mínum, sem eru þó þokkalega kurteisar og stilltar. Hringdi í dag og fékk eftirfarandi svar frá "reiðu innheimtukonunni": "þetta er komið úr mínum höndum og komið í lögfræðiinnheimtu, en skal afturkalla ef þú borgar strax í dag". Ég sagði aumlega: "má ég segja þér þó eitt" "Reiða innheimtukonan":"NEI ég hef ekki áhuga á neinu sem þú hefur að segja." Ég benti henni á að ég væri þó viðskiptavinur, en henni var slétt sama, ég bað hana að ekki skella á mig, fyrr en ég væri búin að segja henni að ég ætlaði að skrifa um þetta, þá skellti hún á. Eftir sat ég titrandi og reiðari en nokkru sinni. Dró andann og taldi uppá milljón, en þar sem ég stend við það sem ég segi, öðruvísin en fyrirtækið Þvegillinn, þá skrifa ég þetta, ég hafði jú lofað henni því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég mundi gera er að depónera (setja á geymslureikning) umsamda upphæð á lokaðann reikning sem ég mundi afhenda lögfræðingi. Þegar verkinu er lokið þá geta þau gengið að þessu en engu öðru.

 

Steinþór B. Grímsson (IP-tala skráð) 25.4.2017 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband