Hvar er verkvitið?

Ég hef aldrei logið því að ég hafi verkvit í allskonar svona heimilisverkum, en nú brá svo við um daginn að ég fékk ógeð á sumarhúsgögnunum mínum sem voru öll farin að flagna og farið að skína í bert tré.

Ég skellti mér í Húsasmiðjuna og keypti hvítt lakk og nú átti að lyfta svölunum upp. Ég byrjaði reyndar á því að skúra svalirnar, hófst svo handa við að raspa gamalt lakk með sandpappír. Því næst lakkaði ég 2 borð og 4 stóla, en hundurinn á heimilinu lá í sófanum og horfði á mig, en hann er að fara úr hárum greyið og sækir mikið í að vera á svölunum og horfa á heiminn.  Hann rak sig í lakkið og missti ég rúmlega helming af því á nýskúruðuu svalirnar. (hef ekki fundið út hvernig leysa beri lakk af flísum)

Nú í dag ætlaði ég svo að fara umferð nr. 2 og viti menn húsgögnin voru öll loðin, enda hundurinn svartur labrador og stólarnir voru eins og þeir væru með gærum og líka borðplöturnar. Ég tók mestu hárin sem náðust og málaði yfir hin. Þurfti svo að færa eitt borðið milli staða og missti það ofan í blómaker, þar sem það lokaðist óvart.

Ég er núna með hvítt hár,hundurinn hvítleitur á köflum og blómin hvítlökkuð og ofan í loðnu borðin eru nú föst gul blóm. Ég gefst upp enda er farið að rigna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband