Engin jólauppbót fyrir atvinnulausa.

Æðislegt að fá svona skemmtilegar óvæntar fréttir í desemberbyrjun. Ný ríkisstjórn nýjar hefðir. Engin jólauppbót fyrir þetta atvinnulausa lið. Hvað er málið? Engin desemberuppbót af því að við erum ekki að vinna og þar af leiðandi þurfum við ekkert? Ég spyr er einhver þarna úti á atvinnuleysisbótum sem finnast þær svo háar að viðkomandi "nenni" ekki að fara að vinna? Viðkomandi gefi sig fram, ég þarf að ná tali af honum.'

 Við sem höfum ekki fengið vinnu aftur eftir hrun,  þar sem við höfum starfað við banka og fjármálastofnanir og þar er ekki fjöldaráðning í gangi.  Við erum ekki að stunda kaffihús og barina villt og galið og ég held alveg að við mundum þola þessar auka 50 þús. fyrir skatt án þess að leggjast í "sukk" með allt þetta fjármagn í höndunum. Ég meina það, það er enga von að finna og engar lausnir, ekki fyrir okkur verst settu sem erum búin að missa húsnæði vegna atvinnumissis, ég tel að ég hafi skilið þá félagana Sigmund Davíð og Bjarna Ben. að allir fái ekki leiðréttingu á sínum málum,   og að mínar bætur vegna verðtryggðu lánanna frá 2005 sem ég hef greitt af þær renni til eiganda íbúðarinnar í dag eða bankans í mínu tilfelli, já þær fara frá gamla bankanum í formi skatts til nýja bankans. Er ég fífl ef mér finnst þetta ekki í lagi? Ég greiddi þó þessar verðbætur, árið 2005, 2006, 2007 og 2008, þá varð hrun og þá fór að halla undan fæti.

Ég fer í jólaköttinn í ár og gef skít í alla jólabónusa, þarf engan, enda duga 153 þús. vel fyrir öllu jólastússi eða hvað haldið þið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband