Mæðradagurinn

Í dag er mæðradagurinn og allir keppast við að vera góðir við mömmur sínar og ömmur, þeir sem ennþá eiga mömmur, en við eigum nú flest bara eina mömmu. Ég missti mína mömmu fyrir u.þ.b. mánuði síðan og sakna hennar mjög mikið og sérstaklega  í dag á mæðradaginn, en ég fór nú oftast með blóm til hennar og köku á þessum degi, í gegnum tíðina.

Ein góð vinkona mín sagði við mig fyrir nokkrum árum, ef við erum góð við foreldra okkar, þá auðveldar það svo missinn, þegar þau falla frá. Ég veit það nú ekki alveg í dag finnst mér missirinn erfiður, en þó hlýtur manni að vera rórra í hjartanu, hafi maður verið til staðar og gert sitt besta meðan foreldranna nýtur við

Svona daga,sem eru hugsanlega uppfundnir af blómasölumönnum, eigum við að vera þakklát fyrir og ættu að ýta undir okkur með að sinna því sem máli skiptir í lífinu, sem eru foreldrar okkar.

Mamma Stenna katla og petra

Mömmur elska börnin sín án skilyrða og ekkert er þeim óviðkomandi, hversu smálegt sem það kann að virðast og það að geta talað við mömmu sína um allt og ekkert og hún sýnir öllum málum jafnmikinn áhuga eins og um lausn á heimsmálunum væri að ræða, er ómetanlegt.

 Verum góð við foreldra okkar og sýnum þeim virðingu og ást, því við erum það í dag, sem þau hafa gert okkur að og eigum við þeim allt að þakka.

Elsku mamma mín var yndislegust allra og sakna ég hennar alveg ofboðslega í dag.  Takk fyrir svona daga, þeir vekja mann til umhugsunar, með eða án blóma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jamm, ég sakna hennar á hverjum degi. Elsku mamma. Takk systir góð fyrir fallegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2012 kl. 19:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samhryggist ykkur báðum Jenný mín og Guðlaug. Svo sannarlega líður manni betur þegar ástvinir kveðja ef maður hefur verið þeim góður. Það skiptir bara öllu máli, get ég sagt ykkur. En það er sárt að missa foreldra sína og nánustu ættingja. Við verðum bara að muna allt það fallega og góða sem við deildum með þeim, og senda þeim ljós og kærleika. Knús á ykkur báðar elsku systur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 21:20

3 Smámynd: Ansy Björg

Fallegur pistill <3 En það má þakka fyrir að amma átti marga að og er hennar sárt saknað!!! Þú fyrir mér ert best í heimi.. og þú færð þín blóm þótt síðar verði

Ansy Björg, 15.5.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband