Stórleikur í eldhúsinu

Ég verð nú að segja það að ég átti stórleik hérna í eldhúsinu áðan, er aðeins að jafna mig eftir að hafa farið hamförum hérna út um allt.

Ég var að þrífa hérna í eldhúsinu í morgun og varð á að missa eina dós af Coke Zero á gólfið. Bara litla dós, en vá hvílíkt magn í einni dós! Þar sem ég stend gráti næst og íhugi hvernig best sé að snúa sér í þessu, með lekand kók úr andlitinu og sá illa út, hélt mér hefði sortnað fyrir augum, en sá það þegar ég tók gleraugun af mér að þau voru bara öll í kóki.  

Já skipulagsgáfan mín? Hm. best að byrja á loftinu, þar sem þá mundi ég ekki vera með þennan úða yfir mig meðan ég þrifi gólfið. Gott að hafa tekið exceltíma og forgangsraða. Já eða taka mesta pollinn af gólfinu svo ég beri ekki allt út um allt?

Skemmtileg tímasetning fyrir straubrettið að láta líða yfir sig fyrir framan þvottahúshurðina og ég kemst ekki inn til að ná í moppuna, fyrr en ég brýst inn, með látum (vildi að ég gæti sagt að gleðin hafi skinið úr andlitinu) en ég hrifsaði moppuna pirruð og er búin að vera að þrífa í svona hálftíma og ég er ekkert að grínast þegar ég segi, Kókið fór allstaðar, ég er að meina það eru blettir á lofti, veggjum (inní herbergi nánast) það er allt í kóki hérna.

Varð að fá smá útrás, en þegar ég fór út með 3 poka af kókblautum eldhúsrúllum í rusl (jú jú mikið rétt, tuskurnar voru inní þvottahúsi) þá kallaði litli strákurinn í íbúðinni við hliðiðna á mér  mig STELPU og það reddaði deginum sem byrjaði nú ekki svo vel. Ég geng nú um brosandi (klínstruð) og það brakar í hverju spori, ætli kók sé gott fyrir steinagólf?

Er farin í næstu hús að kanna skemmdir vegna kóks. Hef með mér tusku.! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Svona er aspartame stórhættulegt ...

Stelpan þín hehe  Sætur granni!

www.zordis.com, 3.3.2012 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þú drepur mig Guðlaug  En framleiðendu hljóta að þurfa að setja kross á vöruna svo fólk geti varist þessari fá. Eins gott að þetta gerðist ekki í henni Ameríku, því þá væru þeir í vondum málum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband