26.2.2012 | 17:00
Hin ýmsu hótel.
Ég er mjög ferðaglöð kona og elska að ferðast, en sá böggull fylgir skammrifi að vandasamt getur nú verið að finna sér hótel við hæfi og eru þau mörg eins og þau eru misjöfn, m.a. þess vegna skellti ég mér nú í ferðamálanám sem hjálp við komandi ferðalög og val á hótelum
Ég var á 5* hóteli í Róm hótel Gioberti og á 6 dögum sá ég 2 rottur í garðinum, sem voru á stærð við meðalkött, já voru mjög fancy rottur, en ég missti matarlystina á hóteliu og borðaði ekkert, nema sem kom í innsigluðu plasti og vökva úr innsigluðum flöskum.
Ég hef hér áður lýst hótelinu í Búlgaríu, þar sem allt var bilað og ég þurfti að kvarta svona 5 sinnum og fékk öllu bilaða dótinu skiptu út fyrir heilt, á kostnað íslensku hjónanna í næsta herbergi sem fengu öllu sínu heila dóti skipt út fyrir mitt ónýta.
Ég pantaði líka eitt sinn hótel á Ítalíu fyrir 4 (fullorðna) og fékk micro stúdíoíbúð, sem var með litlu hjónarúmi og einum hermannabedda, sem sonurinn 189cm var settur á, en þar sem ekki var nægt pláss, þá þurfti hann að sofa með hausinn útá svölum, eða með fætur/haus inní ísskáp, hann valdi fyrsta kostinn og var skaðbrenndur þegar hann vaknaði um morguninn, þar sem við fengum morgunsólina á svalirnar. Við hins vegar 2 vinkonur og fullvaxta dóttir, þurftum að deila litla hjónarúminu, og vorum með áverka eftir nóttina, þar sem við féllum ítrekað fram á gólf, það tók nokkurn tíma að finna nýtt hótel fyrir okkur, þar sem við þurftum ekki að nota skóhorn til að koma okkur fyrir. Þetta stóð í smáa letrinu að ég hefði vísvitandi pantað þetta sýnishorn af hótelherbergi.
Ég lenti líka eitt sinn í því að frjósa næstum í hel á 4*hóteli í Köben St. Petri, en við vinkonurnar höfðum verið þar á með stórum stelpuhóp á tónleikum og greinilega var bilun í hitakerfi okkar herbergis, sem var svo sem ágætt, stundum, þegar okkar herbergi var notað sem partyupphitunarstaður fyrir tónleikana og svona, en á 3. degi var okkur nú farið að hætta að finnast fyndið þegar okkur var sagt að við værum örugglega alltaf "óvart" að setja kulda á herbergið, og á endanum hringdum við niður í lobby og báðum einhvern vinsamlegast að koma upp og vera í herberginu í 3 mínútur og ef viðkomandi þyldi við, þá mundum við hætta að kvarta. Við klæddumst nú í öll föt sem keypt höfðu verið, fórum í náttsloppana frá hótelinu utan um til að undirstrika smá hvað okkur væri kalt, settum á okkur húfur og trefla og vettlinga og tókum á móti gaurnum, sem blánaði við það eitt að labba inní herbergið okkar og eins og hendi væri veifað, þá fengum við þá flottustu svítu sem ég hef gist í. Við vorum fljótar að brjóta grýlukertin af dótinu okkur og þeysa yfir í nýju íbúðina og bjóða öllum í frían drykk hjá rokkstjörnunum sem okkur fannst við vera, með einhvern arabískan Shake frá Saudi í næstu íbúð og LA Toya systur M.J. í næstu. Alveg sáttar við þessi skipti.
Ég var líka með vinnuhóp á hóteli í Kaupmannahöfn við Ráðhústorgið sem var í endurnýjum, og vorum við nokkrar settar í herbergi sem var inná gangi þar sem verið var að pússa gifs af veggjunum, þannig að þegar við höfðum labbað ganginn á enda og troðið okkur í gegnum plast og stillansa og iðnaðarmenn, vorum við hvítar af dufti og eins og gangandi "ekki" flösusjamó auglýsing" og vorum kallaðr, "flösugengið"Sumir úr hópnum vour hins vegar í Louis Armstrong svítu, með sér strauherbergi, legg ekki meira á ykkur, við dvöldum mikið þar, þar sem veggfóðrið í okkar herbbergi lafði alveg ofan í rúmin okkar, svo það var ekki notalegt að sitja og spjalla í rúmum og þurfa alltaf að ýta veggfóðrinu frá andlitinu, því það var smá rok í herberginu, þar sem svo mikið ryk kom inn vegna framkvæmdanna í næstu herbergjum sem var verið að gera upp (okkar var ekki eitt af þeim) að við vorum með alla glugga opna.
Ég hef nú lent í fleiri skemmtilegum uppákomum á hótelum um heiminn, en nóg í bili.
Athugasemdir
Þú tilheyrir greinilega þeim fágæta hópi fólks sem fær aldrei boðlegra hótelherbergi en greitt hefur verið fyrir. Hræðilegt satt best að segja.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2012 kl. 17:34
You totally feel my pain brother!!!!!
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 26.2.2012 kl. 20:13
Hahahaha eins gott að lesa smáaletrið Guðlaug mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 20:53
Þú hefur þetta í þér frænka
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2012 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.