Kona og bílar!

Gleðilegt ár! Vonandi verður þetta ár betra en síðasta. Kannski fær maður vinnu á nýjum vettvangi, kannski ekki, maður tekur ekkert sem gefið eftir hrun. Kannski er maður bara hættur vinnu á miðjum aldri og getur farið að huga að áhugamálum sínum sem eru í mínu tilfelli ekki bílar.

Besta vinkona mín segir að ég sé ömurlegur bílstjóri! Mig sárnar, hugsa með mér að bæði börnin mín séu lifandi og vinkona mín líka, reyndar þegar ég var andvaka í nótt yfir þessari yfirlýsingu frá henni, þá fór ég að hugsa. Hún er alltaf á sínum bíl ef við erum að flandrast eitthvað og þegar við erum að ferðast fæ ekki ekki að snerta bílaleigubílinn hmmm.... já ég sem hélt að hún vildi að ég væri "navigatorinn" sem getur ekki verið miðað við mína sögu af "rötun" á staði. Ég sem enda í Genieve í Sviss í stað Genoa á Ítalíu. Aha æm on tú her!!!

Ég fór að hugsa um fortíð mína og samband mitt við bíla í gegnum árin. Jahá þarna kom það! Elsta systir mín skildi við 1. mann sinn (af tiltölulega háum fjölda eiginmanna) og fékk bílinn þeirra hjóna í sinn hlut, en þar sem hún var barnung við giftingu og nýkomin með bílpróf og hafði endað fyrstu ökuferðina sína á Miklubrautinni með 3 dekk, þar sem 1 dekkið hafði tekið uppá því að yfirgefa bílinn og fara á undan þeim, áttaði hún sig á því að henni var ekki ætlað að keyra bíla. (nema þetta hafi verið trikk hjá husbandinu til að losa hana undan þeirri ætlun sinni) Alla vega það tókst og þegar hún svo varð einstæð með 1 barn þá þurfti hún einhvern til að keyra sig. 

Ég var glöð og sæl, nýkomin með bílpróf og var svo hamingjusöm að hafa þennan Fiat Uno algerlega fyrir mig. En ég kunni ekkert með hann að fara og held að verðgildi hans hafi rýrnað á þessum mánuðum um 90% en ég setti aldrei olíu á hann, kannski bensín þegar hann var farinn að hiksta og svo endaði ég eina ferðina uppá kantsteini sem lá á hliðinni við Umferðamiðstöðina. Ég sá hann ekki (svo ekki við mig að sakast sagði ég) en bíllinn rann uppá steininn og vó þar salt. Það þurfti 6 fíleflda karlmenn að bera bílinn af steininum og við mikinn hlátur þeirra keyrði ég í burtu sem óð væri eldrauð í framan. 

Ég hef áður skrifað um bíl tengdamóður minnar sem ég rétt missti inní garð, við lítinn fögnuð foreldra vina minna, án þess að vera ökumaður bílsins þannig að já ég er að átta mig á "VANTRAUSTINU". Fiatinn var nú ekki alveg búin að fá sína útreið, ég átti enn nóg eftir. Mér hætti til að vanmeta "breiddina" á þessum ponsulitla bíl og sneiddi af báða hliðarspeglana í innlögnum í stæði.

Einn daginn í sól og blíðu var ég að skutla systur minni og barni ásamt kærasta (sem síðar varð eiginmaður númer 3 eða 4 man það ekki alveg) og allt í einu skall á hvílík þoka og ég setti rúðuþurrkurnar á á fullt en ekkert dugði, ég sá varla neitt, en heim ætlaði ég með fólkið mitt og það tókst að lokum. Þegar við svo stigum út var sól allstaðar nema í kringum bílinn, svo ég opnaði húddið og hafði með mér kókflösku til að berja í startpunginn (maður kunni nú trix í den) en þá skaust lok af vatnskassanum uppúr með hvílíkum látum og upp kom hvílík gusa. Ég hringdi í pabba sem var rosalega hrifin eða þannig. Settirðu ekki vatn á vatnskassann stelpa sagði hann? Nei það er nóg af rúðupissi og ég nota það svo lítið. Hann hristi hausinn og græjaði "karið" á staðnum.

Svo dag einn var ég að skutla barni systur minnar til dagmömmu með 3 aðrar systur með mér um borð og er að keyra frá heimilinu, þá sé ég hvar systir mín hoppar og veifar höndunum og ég segi við barnið: "veifaðu mömmu elskan hún er að vinka þér"

Verð að viðurkenna að mér fannst bíllinn aðeins halla til annarrar hliðar, en var svo  hissa og glöð hvað margir vinkuðu okkur og við systurnar sögðum við hvor aðra, vá hvað allir eru vinalegir í morgunsárið, en þegar allt í einu allir farþegarnir voru komnir sömu megin, þá ákvað ég að stoppa, því ég hafði heyrt einhvern hávaða en hækkaði þá bara útvarpið og þá hvarf hann. Það var hvellsprunigð og já kallið mig ljósku, en þegar maður er að stíga sín fyrstu skref (hjólför) þá er maður ekkert með svona í blóðinu. 

Fiatinn endaði á sölu, því eiginmaðurinn fyrrverandi var svo ergilegur hvernig "farið var með bílinn" sagði hann...held nú að þetta hafi frekar verið afbrýðisemi. En hvað sem því líður þá er þetta fyrsti bíllinn sem ég hafði undir höndum eftir bílpróf og þeir eru búnir að vera nokkrir síðan.

Kannski hefur vinkona mín rétt fyrir sér. Ætli það sé hægt að taka "endurtektarökupróf" og þá ætla ég ekki til ökukennarans sem kenndi mér, svo mikið er víst.) Mig grunar nefnilega að ökukennarinn hafi sleppt mér í gegn, þar sem hann var svo nervös eftir að ég keyrði niður 2 menn í einu á Vesturgötunni á sunnudagsmorgni eftir 25 ökutíma. (þeir slösuðust lítið)

Segi nú bara bless er að fara í bíltúr svo haldið ykkur heima. 

bíll

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að skemma Fíatinn minn krakki. Hahahaha. Taktu strætó. Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Jenný ertu hrædd í bíl með mér????Ennþá???

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.1.2012 kl. 14:37

3 identicon

Gulla, viltu segja mé enn og aftur söguna af því þegar þú ætlaðir til Ítalíu og endaðir í Swiss :-) Elsku Gulla, bara einu sinni enn hahaha Þú gleymdir roadkillernum öllum í vegkantinum og tollvörðunum sem vinkuðu þér bara svo hissa í framan því þú gast ekki snúið við eða bakkað, vissir ekki hvar bakkgírinn var. Svo mannstu varst þú ekki með lesgleraugun og sást ekkert á kortið sem þú varst með haha ha. Sast bara með veskið í fanginu svo enginn myndi ræna því á ferð :-) Hvað er að frétta af þér. Væri nú gaman að heyra frá þér, síminn minn endar á 4553 :-)

knús og kram

Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 15:15

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Guðbjörg mín já ég þarf að heyra í þér honey...er á fullu í skólanum og líkar vel...heyrðu ég hélt ég hefði skrifað um það vesen mitt...sendi þér það á eftir...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.1.2012 kl. 17:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þú ert ótrúleg Guðlaug, takk fyrir að vera til og létta manni lundina með skrifum þínum.   Já tek svo undir með Guðbjörgu hlakka til að heyra söguna af Ítaliu með endastöð í Sviss. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband