Ekki sama Jón og séra Þingmaður!!

Hjálpi mér allir heilagir hvað fólk getur verið aumkunarvert yfir frægðarljóma þekktra manna.

nurse 

Ég var stödd í Hagkaup Garðabæ í dag, þar sem boðið var uppá frábæra þjónustu í að mæla kólestról og blóðþrýsting. Ég beið heillengi í röð, meðan sú sem mældi kólestrólið var að ræða við mann á besta aldri og gaf honum alveg mjög rúman tíma og skýrði niðurstöðurnar vel út fyrir honum (sem mér fannst frábært).

Nú var röðin komin að mér og ég settist í stólinn hjá konunni sem var búin að afgreiða mannin og þá kemur þingkona labbandi inn og hin kólestrólmælandi kona sem ég sat hjá nánast henti mér útaf stólnum, því henni var svo í mun að fá þingkonuna í stólinn og mæla kólestrólið hennar. Eflaust miklu meira spennandi kólestról þar á ferð, en í svona meðalmanneskju eins og ég er svona alveg óþekktur sótsvartur almenningur.

hjukka

Þetta var nú frekar pínlegt og vesalings þingkonan spurði hvort hún væri nokkuð að troðast framfyrir okkur "hitt fólkið" nei nei við vorum einskis virði og gátum bara beðið. Hjúkkan sagði mér að hinkra bara meðan hún tæki þingkonuna fram fyrir mig, en hún var sko búin að stinga mig og henti mér sem sagt nánast í burtu með nálina í fingrinum. 

 Ég hafði nú beðið slatta tíma eftir að ég væri afgreidd, svo ég beið talsverða stund í viðbót og sá að hún ætlaði að fremja aðgerð á þingkonunni án þess að virða mig viðlits, alveg rauð í framan af spenningi yfir þessari heppni sinni, svo ég labbaði nú bara í burtu óviss um hvort ég sé dauðvona af háu kólestróli, eða ekki. Þingkonan fékk góða meðhöndlun, en ég dauðvorkenndi henni, sá alveg að henni var ekkert um þennan sleikjuhátt gefið.

Fegin er ég að hafa ekki þessa stjörnudýrkun meðfædda. Hvað mundi gerast hjá svona fólki ef Brad Pitt kæmi nú labbandi!!!Hjálp krullast upp við tilhugsunina og fæ kjánahroll fyrir allan peninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu alveg róleg, það er nefnilega komið í ljós að það er gott fyrir okkur konur að hafa of hátt kolesterol, samkvæmt nýjustu fréttum.  Við lifum lengur og betur með okkar kolesterol.  En þessi hjúkka er vanhæf, hugsaðu þér ef hún myndi lenda í að standa í aðgerðum við hópslys, þegar hún færi að velja seblebritiesin út út hópnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:24

2 identicon

Já takk ég mun lifa með eða án þess að vita hvað mitt kólestról er hátt....en svo sammála, ekki vildi ég fá hana fyrsta á slysstað...

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 21:43

4 Smámynd: Ansy Björg

jesus hvað fólk getur verið shallow og hallærislegt!! Hjúkkan heppin að ég var ekki í stólnum hefði ábyggilega staðið upp og gargað skoðun minni yfir hana :)

Ansy Björg, 23.10.2011 kl. 22:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Segðu!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lenti reyndar í því núna um daginn þar sem ég átti leið um Flugvöllinn í Osló að ég stóð við skenk og var að spá í samlokur, stóð þar fyrst alein, síðan komu tveir karlmenn svona þið vitið miðaldra hvítir karlmenn í Armanifötum og svoleiðis og annar þeirra gekk yfir mig, og fór að spyrja þjónustustúlkuna um þessa samlokuna eða hina, ég fylgdist með, svo þegar hann ætlaði að fara að panta, þá hvessti ég á hann augum og sagði Ég var á undan, reigði mig og gaf mig ekkert, það varð rosa þögn, stúlkan starði á mig, og þeir báðir líka, en ég starði á móti svona; hér er ég look. Að lokum leit maðurinn undan og baðst afsökunnar.  Og ég glotti með sjálfri mér.  Ég ætlaði sko að láta heiminn vita að ég þessi kerling frá Íslandi væri alveg jafn góð og þessir jakkafatagaurar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:32

7 identicon

Já Anna mín, veit hvað þú hefðir gert...en ég dró mig í hlé, líka hægt að gera það með stæl, vona að hún sitji uppi með kólestrólmælingu í hámæli og hugsi til hjúkkueiðsins he he...nei gæti ekki verið meira sama. Mér var líka nær að ætla mér að fá fría mælingu. Ásthildur ánægð með þig. Ég þoli ekki þegar fólk skilur eftir skóspor í andlitinu á manni og það er fólkið sem treður sér fram fyrir börnin í röðinni. En ég endurtek að ágæt umrædd þingkona hafði sig ekkert í frammi, henni var frekar kipt í viðskiptin ......

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 23:04

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðlaug mín á veit hvað þú sagðir.  Og sama segi ég aldrei að láta sig fyrir svona.  'EG rak á tímabili blóma og gjafabúð með systrum mínum, við gerðum út fyrir að þjónusta börn rétt eins og fullorðna, og við fengum mömmur í heimsókn í búðina til að þakka sérstaklega fyrir það.  Þó við bara gerðum það sem okkur fannst rétt.  Börn eru fólk rétt eins og fullorðnir, stundum þroskaðri, en oftast samviskusamari og heiðarlegri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 23:24

9 identicon

Það er náttúrulega alger skömm að þingkonan troðist framfyrir, að henni sé leyft það, að hitt fólkið segji að þetta sé í lagi.

Hver var geggjaðri; Þingkonan eða fólkið sem leyfði henni að troðast, eða sá sem mældi.

Þarna hefur verið hópur af vesalingum og aumingjum, það er nokkuð ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 10:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei honní, standa sig fyrir systursín í bloggvinajúnóvott. Ég er með fyrirhugaðar dagsektir ef þú ert ekki nógu snöfurmannleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2011 kl. 19:01

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ein að telja - TVEIR.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2011 kl. 19:04

12 Smámynd: Ansy Björg

Svo algjorlega sammàla henni Jenny, hvada hvada... Blog on!!!!

Ansy Björg, 26.10.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband