Stóra "dvergamálið"

Ég hef oft lent í mjög vandræðalegum uppákomum með son minn hér á árum áður, enda er hann kannski með smá dass af fljótfærni úr móðurfjölskyldunni, þó ég sé nú búin að gera samkomulag við fyrrverandi maka um að allt sem aflaga fer hjá börnunum okkar sé runnið undan rótum föðurfjölskyldunnar, það getur verið gott að eiga svona "blóraböggul" til að nota í lífsbaráttunni.

hamrakiddi.jpg

Ég las oftast bókina um dverginn Daða fyrir börnin mín, áður en farið var að sofa, en Daði var þeim hæfileikum gæddur að geta látið sig hverfa, þegar hann lenti í vandræðum, þá skellti hann yfir sig húfunni sinni sem gerði hann ósýnilegan.

Maður áttar sig ekki alltaf á því hvernig barnshugurinn virkar, ekki átti ég von á því að hann héldi að allir dvergar væru eins og Daði dvergur.

  Þannig var að ég var að bíða í langri röð á pósthúsi og með "skaðræðið" með mér á hjóli með hjálpardekkjum, en hann var snemma farin að hjóla sjálfur. Dóttirin var í vagni fyrir utan stillt að vanda.

Þar sem ég stend í röðinni og bíð meðan "skaðræðið" mokaði upp úr eins og 2 blómabeðum, og færði mold frá einu beði í annað og megnið fór á gólifð. Ég tek það fram að ég reyndi að skamma hann og tala blíðlega og hóta og já já allt sem mér datt í hug, en ég var í mjög langri röð og búin að bíða með hitt barnið í vagni fyrir utan og það hvarflaði ekki að mér að gefast upp.(þá hefði ég aldrei framkvæmt neitt)

Nú kemur mjög lítill maður inn á pósthúsið og stendur í annarri röð og nú segir skaðræðið hátt og snjallt: "ertu alvöru dvergur?" litli maðurinn svaraði honum engu, enda bara að sinna sínum viðskiptum. Skaðræðið sá þá þann kost vænstan að komast að því með því að láta hann bara lenda í vandræðum, sem og hann gerði. Hann hjólaði á dverginn aftur og aftur, sem hvarf náttúrulega ekki. 

Litli maðurinn varð frekar pirraður, ég tek það fram að þegar þarna var komið sögu, eftir að hann hafði í millitíðinni hent blautum frímerkjasvömpum í afgreiðslustúlkurnar, lét ég eins og hann væri ekki á mínum vegum. Sá alveg á fólkinu hugsa: Já já svona krakki með sænskt uppeldi, mamman ræður bara ekkert við hann (hef alveg hugsað svona sjálf).

kiddi_litill.jpg

Þar sem dvergurinn hafði ekki horfið af yfirborðinu, þá kom hann alveg uppað mér og sagði: "mamma þetta er ekki ekta dvergur, hann hverfur ekki, þegar hann lendir í vandræðum" ég leit í aðra átt og óskaði mér að ég yrði að reyk. Hvað var þetta bráðókunna barn að segja við mig?

Mér varð ekki að ósk minni og hét mér að fara aldrei með hann neitt aftur. (sem gleymdist eftir hádegið sama dag enda barnið með englaásjónu á kodda) meira síðar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LMAO

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2011 kl. 19:35

2 Smámynd: Ansy Björg

haha hef aldrei sèd tessa mynd àdur eins og karate dvergur!

Ansy Björg, 10.10.2011 kl. 08:56

3 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegur eins og lille söss steinsofandi bara hehhe

www.zordis.com, 10.10.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband