Mílanó hin frábæra

Ég fæ aldrei nóg af Mílanó. Borgin er í senn lifandi og hávær, en samt alveg hæfilega stór. Navigli er staður sem liggur meðfram síkjum sem eru 5 talsins, það stærsta er Naviglio Grande og Naviglio Pavese er þar rétt hjá. Þarna eru sölumenn frá öllum þjóðum að selja glingur bæði á daginn og kvöldin. 

navigli_1113782.jpg

Allt lifnar við um 6 á kvöldin og er iðandi langt fram á nótt. Þar kemur fólk saman og fær sér aperitivo sem er sérstaklega vinsælt meðal ungs fólks, sem labbar gjarnan á milli staða og fær sér drykk og pizzur á einum stað  (en matur er innifalinn með drykkjum til klukkan 22:00) og á næsta bar er það kannski sushi og eitthvað allt annað á þeim þriðja. Mikið um að hópar hittist og fái sér aperitivo eftir vinnu og vinir hittast og fá sér að borða með kokteilnum sínum áður en farið er heim til að borða kvöldmat. 

 nvaiglio_grande.jpg

Námsmennirnir halda sig nú frekar á Colonne, en þar færðu drykk í plastglasi á spottprís, og svo er labbað á Colonne torgið og fundið sæti þar. Þannig er stanslaus straumur á þessu torgi af ungu fólki sem flandrar á milli og kaupir drykki. Hinir sem fá sér sæti, borga meira og fá þá einnig mat með, eða apertivo til klukkan tíu. Ísbúðirnar eru ekki síður vinsælar hjá ítölunum, þangað fara unglingarnir saman í hópum og einnig er farið á stefnumót í ísbúðunum. Alveg frábær siður finnst mér og gerir borgina svo líflega og skemmtilega á kvöldin.  Ef fótboltaleikur er í gangi þá eru barirnir kyrfilega merktir AC Milan eða Inter Milan og þú vilt ekkert villast á rangan bar, nema vera réttu megin liðsins.

devil.jpg

Nokkrir skemmtilegir matsölustaðir eru einnig á Colonne, verðið er hóflegt á þeim öllum, enda er  þetta er svona frekar staður fyrir yngri kynslóðina. Minn uppáhaldsstaður er Trattoria Toscana þar og fleiri staðir allt í kring eru æðislega skemmtilegir og yndislegt að sitja úti og horfa á lífið.

 

Svo er hægt að fara á Armani Cafe eða Just Cavalli og fá sér apertivo sem kostar alla vega þrefalt meira en á Colonne. Fer bara eftir smekk hvers og eins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega stórkostleg borg. Ótrúlega skemmtilegir markaðir,veitingahús í topp gæðum.

Fór á San Siro að sjá Juventurs og Inter, dauð sá reynda eftir tímanum sem fór í það, nema þetta mannvirki sem mafían reysti, er auðvitað one of a kind.

Held að ásamt Bacelona, að Milano sé áhugaverðasta borgin sem ég hef heimsótt..

Annars takk fyrir skemmtilega Ítalíu oistla.

hilmar jónsson, 5.10.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: www.zordis.com

Dásemd, ég held ég tylli mér niður :-)  Borgi aðeins meira og njóti vel, kanski olífur og súrar gúrkur Gracie!

Svo er ég sammála Hilmi að Barcelona er ein af dásamlegri borgum ásamt Milan (sem ég hef einungis heimsótt í gegn um skrif þín mín kæra) ....

www.zordis.com, 5.10.2011 kl. 11:24

3 identicon

Já Hilmar svo sammála þér, elska Milanó og San Siro er náttúrulega bara flott mannvirki (il Mafioso) en ég er tilbúin að sitja þar og horfa á strákana keppa svo langt sem það nær já með olífur Þórdís mín og létt vín í glasi...la vita e belle..eins og sumir ítalir segja...mi piace molto...Barcelona já er svo allt annar handleggur með sínum flottu byggingum og Römblunni...ekki leiðinlegt þar..

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Væri til í ólvíur og rautt í glas - Þórdísi, Mílanó eða Barcelona - jafnvel þótt það væri bara Reykjavík - og hver veit hugsanlega mundum við bjóða þér með

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband