Húsmóðursgenin hvar eru þau?

Ég vildi svo gjarnan að ég væri þessi alltumvefjandi húsmóðir, sem hefði notað tímann í atvinnuleysi mínu núna til sultugerðar, elda eftir uppskriftum, lært að gera sushi, bollakökuskraut og bútasaum Ég er ekki sú húsmóðir, kann þó alveg að elda, en mér hættir til við að ofnota það sem ég læri, ef mér tekst t.d. vel upp með einhvern rétt eftir uppskrift.

Þannig var það með Sesar salatið mitt, sem ég hafði í 2 ár annan hvern dag, nú og bananabrauðið sem ég fékk frá vinnufélaga mínum og ég baka öllum stundum og er búin að gera það að "fræga bananabrauðinu mínu" sem er svo alls ekki mitt heldur stolið af yndislegum sárasaklausum vinnufélga. Skil þó ekki hvað ég á mörg hálf brauð í frystinum, ætli heimilisfólkið sé búið að fá uppí kok af því?  Er alveg að fara að finna nýja uppskrift.

sesarsalat.jpg

Ég fæ heldur aldrei að gera neitt spennandi þegar við systurnar bökum Sörur. Ég er alltaf send í búðina að kaupa einn og einn hlut. Alltaf þegar ég er komin í stellingar að gera nú eitthvað flott og vera svona alvöru með í bakstrinum, þá vantar eitthvað annað úr búðinni. Já "æmontúðem" búin að átta mig að ég er ekkert nauðsynleg við þetta mikilvæga.  Ég er kannski smá hroðvirk, (get viðurkennt það) ég fæ þó stundum að setja súkkulaði á ljótustu kökurnar og fæ líka að eiga þær.  Rjóð af stolti býð ég mínar eigin Sörur (kökur með karakter eins og sagt er þegar eitthvað er ljótt) og segi já hristi þetta bara fram úr erminni svona með jólakortagerðinni.

Já jólakortagerðin hófst við atvinnuleysi númer 1 í hruninu, þegar ég missti vinnuna í Október 2008 og þá skildi nú sparað í svona allskonar... ég fór í Föndru og viðaði að mér allskonar efnum, glimmeri og stuffi sem þarf í kortagerð. 

lina_rut.jpg

Ég settist niður titrandi af eftirvæntingu (kannski var þetta minn nýji vettvangur, fæ pantanir frá fólki sem hefur fengið kort frá mér og ég byrja bara í janúar að gera fyrir fólk kort, þarf aldrei að vinna aftur úti hugsaði ég með mér) og gerði nokkrar "pródótýpur"stældi Línu Rut og allt, ætlaði að gera svona jólasokka á snúru, en þetta leit út eins og tyggjóklessur með glimmeri á bandi.... fékk nokkrar afboðanir með kort eftir jólin, voðalega kurteisislegt...vertu ekkert að senda mér kort elskan, á svo mörg og svona, sé að þú hefur lagt rosalega vinnu í þetta ble ble ble. Ég nota þetta núna sem hótun: "sendi þér heimagert kort ef þú ert svona leiðinleg".

Ég skil nú fyrr en skellur í tönnum, svo ég hugsaði mér, ok ég er ekki með listaverkagenið í mér og fer aldrei í spor Línu Rutar, svo ég ákvað að skella mér á skrautskriftarnámskeið og nú mundi fólki vökna um augun yfir fegurð jólakortanna minna. En eftir 3 kvöld og 2 rauðvínsflöskur var afraksturinn 4 kort (einstaklega fallega skrifuð) og krampi í puttum  og sár á vör, vegna einbeitingar.

Ég setti í þau kort "ATH! kort þetta gildir til ársins 2011". Já þarf að fara að huga að kortagerð þetta árið, allir hinir fengu eðlilega skrifuð kort, en mér finnst ég skuldbundin þessum 4 heppnu kortaþegum  að gera betri kort í hvert sinn... Ætli það sé erfitt að hekla kort eða bútasauma? ljott_kort.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki beðið eftir mínu! Vil þó helst vera viðstödd þegar það verður föndrað!

Love it!

Björkin (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Björk mín, er að fara að gera þitt, er að hekla hreindýrið í þessum töluðu orðum og setja ljós í nefið á því...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 3.10.2011 kl. 13:48

3 Smámynd: Ansy Björg

var einmitt ad spà... hversu morg voru tau i lokin, man helst eftir raudvini og mat hehe! Held lika ad kostnadurinn vid tetta var ekkert svo mikil "spörun" svona i lokin.. eftir allann pappir sem vid klipptum nidur og limid sem for utum allt!

Ansy Björg, 3.10.2011 kl. 13:49

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

já eimitt Anna he he borðstofuborðið er einmitt með nokkrar límklessur eftir okkur við meinta jólakortagerð...er ekki þessi föndurtýpa og játa mig sigraða...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 3.10.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband